Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var bæði sáttur og rólegur í samtali við Vísi eftir sigur sinna manna á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld.
„Ég er bara sáttur og glaður því við unnum leikinnm," sagði Sigurður. „Bæði lið spiluðu öflugan varnarleik og því var lítið skorað í kvöld. Hvorugt lið virtist vera að stressa sig mikið á sóknarleik sínum."
Hann hrósaði báðum liðum fyrir góðan leik. „Það eru fullt af góðum leikmönnum í liði Fjölnis enda spilar liðið góðan körfubolta, rétt eins og mitt lið. Þetta var vel spilaður körfuboltaleikur."
Báðir þjálfarar virtust á köflum skapheitir á hliðarlínunni en Sigurður sagði ástæðuna fyrir því einfalda hvað sig varðaði. „Svona spila ég bara leikinn," sagði Sigurður.
