Sjóðirnir ráði ekki miklu 29. október 2009 05:15 Erlendir vogunarsjóðir verða hluti af breiðum hópi kröfuhafa bankanna í eignarhaldsfélagi og munu því ekki geta ráðskast með þá, að sögn Steingríms J. Sigfússonar.Fréttablaðið/stefán „Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á meðal annarra kröfuhafa bankanna eru erlendir bankar og innlendir aðilar. Fjármálaeftirlitið mun fara yfir eigendahópinn áður en til skipta kemur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru vísbendingar um að sömu vogunarsjóðir og þátt áttu í falli bankanna í fyrravor komi til með að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu leyti. Sjóðirnir þrengdu að bönkunum gömlu með kaupum á skuldatryggingum þeirra auk þess að skortselja hlutabréf fyrirtækja sem stærstu hluthafar bankanna áttu. Þar á meðal eru danska brugghúsið Royal Unibrew, norska fjármálafyrirtækið Storebrand og finnska fyrirtækið Sampo. Eftir fall bankanna tóku vogunarsjóðirnir að fjárfesta í skuldabréfum íslensku bankanna. Bréfin fengu þeir fyrir brot af upphaflegu kaupverði hjá evrópskum kröfuhöfum. Líkt og áður hefur komið fram hefur virði skuldabréfa bankanna hækkað mikið frá í fyrra og er það í samræmi við væntingar um endurheimtur úr búum föllnu bankanna. Sem dæmi mátti kaupa skuldabréf Kaupþings með 95 prósenta afslætti í júní í sumar. Miðað við síðustu greiningu IFS Greiningar og Saga Capital má reikna með að kröfuhafar endurheimti 35 prósent af kröfum sínum. Virði skuldabréfanna helst í hendur við það og jafngildir rúmlega þrjú hundruð prósenta hækkun á fjórum mánuðum gangi allt eftir. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins telja ólíklegt að íslenska ríkið hafi verið í aðstöðu til að kaupa skuldabréfin í kjölfar hrunsins og hagnast á heimtum þeirra. Þá er óvíst að upphaflegir eigendur skuldabréfanna, að mestu erlendir bankar og fjármálafyrirtæki, hafi verið viljugir til að selja þau þá. jonab@frettabladid.is Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
„Við vitum að erlendir vogunarsjóðir eiga nokkuð af kröfum bankanna. Sjóðirnir munu ekki eiga beina hluti í þeim heldur verða þeir hluti af breiðum hópi kröfuhafa í eignarhaldsfélagi sem kann að eignast hlut í Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Þeir geta því ekkert ráðskast með þá,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Á meðal annarra kröfuhafa bankanna eru erlendir bankar og innlendir aðilar. Fjármálaeftirlitið mun fara yfir eigendahópinn áður en til skipta kemur. Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í gær eru vísbendingar um að sömu vogunarsjóðir og þátt áttu í falli bankanna í fyrravor komi til með að eignast Íslandsbanka og Nýja Kaupþing að mestu leyti. Sjóðirnir þrengdu að bönkunum gömlu með kaupum á skuldatryggingum þeirra auk þess að skortselja hlutabréf fyrirtækja sem stærstu hluthafar bankanna áttu. Þar á meðal eru danska brugghúsið Royal Unibrew, norska fjármálafyrirtækið Storebrand og finnska fyrirtækið Sampo. Eftir fall bankanna tóku vogunarsjóðirnir að fjárfesta í skuldabréfum íslensku bankanna. Bréfin fengu þeir fyrir brot af upphaflegu kaupverði hjá evrópskum kröfuhöfum. Líkt og áður hefur komið fram hefur virði skuldabréfa bankanna hækkað mikið frá í fyrra og er það í samræmi við væntingar um endurheimtur úr búum föllnu bankanna. Sem dæmi mátti kaupa skuldabréf Kaupþings með 95 prósenta afslætti í júní í sumar. Miðað við síðustu greiningu IFS Greiningar og Saga Capital má reikna með að kröfuhafar endurheimti 35 prósent af kröfum sínum. Virði skuldabréfanna helst í hendur við það og jafngildir rúmlega þrjú hundruð prósenta hækkun á fjórum mánuðum gangi allt eftir. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við vegna málsins telja ólíklegt að íslenska ríkið hafi verið í aðstöðu til að kaupa skuldabréfin í kjölfar hrunsins og hagnast á heimtum þeirra. Þá er óvíst að upphaflegir eigendur skuldabréfanna, að mestu erlendir bankar og fjármálafyrirtæki, hafi verið viljugir til að selja þau þá. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira