Hvað gengur skólastjórnendum til? 29. október 2009 06:00 Bænahald, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi. Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi og trúboði undir íslömsku trúræði þá er það rangt. Þetta eru atriði úr kvörtunum foreldra við fulltrúa Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni. Á hverju hausti hafa foreldrar samband við Siðmennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru fyrir almannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum menntayfirvöldum, kvæði skýrt á um að brotið hefði verið gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi: „Réttur til menntunar (Samningsviðauki 1, gr.2) Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Hvað gengur skólastjórnendum til? Ég hef þá bjargföstu skoðun að þeir séu heiðvirt fólk og vilji vel. Hugsanlega telja sumir þeirra að með því að heimila t.d. presti að messa yfir börnum sé einfaldlega verið að gera þeim gott. Hugsanlega telja einhverjir þeirra að verið sé að uppfylla skyldur aðalnámsskrár leik- og grunnskóla. Mögulega telur einhver þeirra að það sé í lagi að stunda trúboð í skólum. Óháð því hvaða ástæður liggja þar að baki er verið að brjóta á mannréttindum foreldra. Það er ekkert sem réttlætir trúboð. Ekki einu sinni röksemdin að vel flestir Íslendingar séu skráðir í kristna söfnuði. Ekki er heldur nóg að vitna til kristilegs uppbyggingarstarfs sem auðveldlega er hægt að lesa úr efni aðalnámsskrár. Mannréttindi eru óháð því hver er í meirihluta eða minnihluta og það fer enginn í grafgötur með það að börn eiga rétt á menntun án þess að verða fyrir trúboði eða iðkun trúar í skólum. En hvað með þá foreldra sem vilja trúarlegt uppeldi barna sinna? Á ekki skólinn að sjá fyrir því? Svarið er nei. Hvorki leik- né grunnskólar hafa það hlutverk. Kirkjudeildir eru með öflugt barnastarf í eigin húsnæði með sínu fólki. Þangað geta foreldrar sótt með börn sín ef þau telja þess þurfa. Veraldlegir skólar eru fyrir börn foreldra sem hafa mismunandi lífsskoðanir. Þær geta verið kristnar, íslamskar eða veraldlegar. Foreldar eiga að geta gengið að því vísu, og treyst skólum fyrir, að ekki sé stundað trúboð í skólunum. Þeir eiga ekki að þurfa að líða hugarvíl vegna ágreinings við skólastjórnendur um uppeldi barna sinna. Foreldrar eiga ekki að þurfa að upplýsa skólastjórnendur um lífsskoðun sína, eins og nú gerist oft, þegar þeir bera fram kvartanir vegna þess að skólinn er að vinna gegn lífsskoðunum þeirra. Opinberir skólar eiga að vera frísvæði sem tekur tillit til allra lífsskoðana, gerir ekki greinarmun þar á og ívilnar engri umfram aðrar. Siðmennt hefur farið kurteislega fram á það í mörg ár að breyting verði á, en fáir skólar hafa breytt starfi sínu til batnaðar í þessum efnum. Skólastjórnendur virðast því þurfa skýr tilmæli frá menntayfirvöldum um að ekki sé heimilt að stunda trúboð. Ég skora því á skólastjórnendur og menntayfirvöld, hvort sem er í sveitarfélögum eða í ráðuneyti, að taka í eitt skipti fyrir öll á þessu máli og stöðva trúboð í skólum. Opinberir skólar eru fyrir alla. Höfundur er varaformaður Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Bænahald, sálmasöngur, dreifing trúarrita, samþætting skólakóra við kirkjustarf, heimsóknir presta, samskráning í skólagæslu og trúarlegt starf, kirkjuferðir, setning skóla í kirkjum og skólum lokað til að sinna fermingarstarfi. Ef einhver heldur að verið sé að lýsa skólastarfi og trúboði undir íslömsku trúræði þá er það rangt. Þetta eru atriði úr kvörtunum foreldra við fulltrúa Siðmenntar yfir skólastarfi á Íslandi á 21. öldinni. Á hverju hausti hafa foreldrar samband við Siðmennt og kvarta undan því að skólar sem reknir eru fyrir almannafé virði ekki lífsskoðanir þeirra. Þegar aðventa gengur síðan í garð hefst næsta holskefla hringinga óánægðra foreldra. Mörgum skólastjórnendum virðist um megn að virða þau mannréttindi foreldra að ala börn sín í þeirri lífsskoðun sem þeir kjósa sjálfir. Þetta á sér stað þrátt fyrir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg árið 2007, í máli nokkurra norskra foreldra gegn norskum menntayfirvöldum, kvæði skýrt á um að brotið hefði verið gegn eftirfarandi ákvæði úr Mannréttindasáttmála Evrópu með ofangreindu háttalagi: „Réttur til menntunar (Samningsviðauki 1, gr.2) Engum manni skal synjað um rétt til menntunar. Hið opinbera skal í öllum ráðstöfunum sínum, er miða að menntun og fræðslu, virða rétt foreldra til þess að tryggja það að slík menntun og fræðsla sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra." Hvað gengur skólastjórnendum til? Ég hef þá bjargföstu skoðun að þeir séu heiðvirt fólk og vilji vel. Hugsanlega telja sumir þeirra að með því að heimila t.d. presti að messa yfir börnum sé einfaldlega verið að gera þeim gott. Hugsanlega telja einhverjir þeirra að verið sé að uppfylla skyldur aðalnámsskrár leik- og grunnskóla. Mögulega telur einhver þeirra að það sé í lagi að stunda trúboð í skólum. Óháð því hvaða ástæður liggja þar að baki er verið að brjóta á mannréttindum foreldra. Það er ekkert sem réttlætir trúboð. Ekki einu sinni röksemdin að vel flestir Íslendingar séu skráðir í kristna söfnuði. Ekki er heldur nóg að vitna til kristilegs uppbyggingarstarfs sem auðveldlega er hægt að lesa úr efni aðalnámsskrár. Mannréttindi eru óháð því hver er í meirihluta eða minnihluta og það fer enginn í grafgötur með það að börn eiga rétt á menntun án þess að verða fyrir trúboði eða iðkun trúar í skólum. En hvað með þá foreldra sem vilja trúarlegt uppeldi barna sinna? Á ekki skólinn að sjá fyrir því? Svarið er nei. Hvorki leik- né grunnskólar hafa það hlutverk. Kirkjudeildir eru með öflugt barnastarf í eigin húsnæði með sínu fólki. Þangað geta foreldrar sótt með börn sín ef þau telja þess þurfa. Veraldlegir skólar eru fyrir börn foreldra sem hafa mismunandi lífsskoðanir. Þær geta verið kristnar, íslamskar eða veraldlegar. Foreldar eiga að geta gengið að því vísu, og treyst skólum fyrir, að ekki sé stundað trúboð í skólunum. Þeir eiga ekki að þurfa að líða hugarvíl vegna ágreinings við skólastjórnendur um uppeldi barna sinna. Foreldrar eiga ekki að þurfa að upplýsa skólastjórnendur um lífsskoðun sína, eins og nú gerist oft, þegar þeir bera fram kvartanir vegna þess að skólinn er að vinna gegn lífsskoðunum þeirra. Opinberir skólar eiga að vera frísvæði sem tekur tillit til allra lífsskoðana, gerir ekki greinarmun þar á og ívilnar engri umfram aðrar. Siðmennt hefur farið kurteislega fram á það í mörg ár að breyting verði á, en fáir skólar hafa breytt starfi sínu til batnaðar í þessum efnum. Skólastjórnendur virðast því þurfa skýr tilmæli frá menntayfirvöldum um að ekki sé heimilt að stunda trúboð. Ég skora því á skólastjórnendur og menntayfirvöld, hvort sem er í sveitarfélögum eða í ráðuneyti, að taka í eitt skipti fyrir öll á þessu máli og stöðva trúboð í skólum. Opinberir skólar eru fyrir alla. Höfundur er varaformaður Siðmenntar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar