Átök um Evrópu 8. maí 2009 06:00 Á lýðveldistímanum hafa verið útkljáðar tvær stórorrustur um Evrópumál. Andstæðar fylkingar hafa tekist á með stílvopninu um hvernig samskiptum við Evrópu skuli háttað. Fyrsta orrustan snerist um aðildina að EFTA. Þá heyrðust raddir sem fullyrtu að EFTA-aðild myndi grafa undan sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar; þess yrði ekki langt að bíða að Ísland yrði „ofurseldur útnári Evrópu". Breiðu spjótin voru aftur dregin fram í aðdraganda EES-samningsins. Þrátt fyrir góða reynslu EFTA-aðildar beittu andstæðingar samningsins fyrir sig sömu orðræðu og fyrr; Íslendingar yrðu fórnarlömb átroðnings útlendinga - fangar í eigin föðurlandi ofurseldir og undirokaðir! Dómur sögunnar er óumdeilanlega sá að EFTA-aðild og EES-samningurinn voru heillaspor sem lögðu grunn að fjölbreyttara atvinnulífi og blómlegra mannlífi. Dómsdagsspár úrtölumanna eru því sögulegar heimildir um þjóðlega einangrunarstefnu af verstu gerð. Fullyrða má að ef þeirri stefnu hefði verið fylgt væri Ísland í dag útnári Evrópu með einhæft atvinnulíf. Þriðja uppgjörið í átökunum um Evrópu er yfirvofandi; uppgjör um aðild að ESB. Breiðu spjótin hafa verið dregin fram og andstæðingum aðildar höggva í sama knérunn. Kinnroðalaust ala þeir á ótta með rangfærslum um að útlendingar myndu vaða hér yfir menn og málleysinga með eldi og brennisteini og skilja eftir sviðna fold fósturjarðarinnar ef til aðildar kæmi. Rangfærslur sem sagan hefur dæmt sem hræðsluáróður og örgustu ósannindi. Tveir valkostirÍslendingar standa frammi fyrir tveimur valkostum: Annars vegar að festa í sessi haftakerfi með tilheyrandi gjaldeyris- og innflutningshöftum og uppsögn EES-samningsins í framhaldinu. Flestum ætti að vera ljóst að haftastefna og skert athafnafrelsi er óhjákvæmilegur fylgifiskur óbreyttrar stefnu og að slíkt býður ekki upp á gróskufulla nýsköpun né fjölbreytni í atvinnulífi. Óbreytt stefna er hrein og klár ávísun á fortíðarfjötra og rússíbanareið hagkerfisins. Hinn valkosturinn er að ganga með reisn til aðildarviðræðna við ESB. Nú er það svo að aðild að ESB ein og sér leysir ekki öll vandamál Íslendinga og er engin töfralausn. Því hefur enginn haldið fram nema andstæðingar aðildar sem hafa lagt aðildarsinnum orð í munn. Aftur á móti má slá því föstu að aðildarumsókn myndi skapa trúverðugleika og senda skýr skilaboð um hvert við ætlum að stefna - sem við sárlega þurfum á að halda. Ljóst er að gjaldmiðillinn er ekki á vetur setjandi og við þurfum sem fyrst að komast inn í ERM II, sem er einskonar fordyri að evru og fæst ekki nema með aðild að ESB. Aðildarumsókn er því stórt og afar mikilvægt skref í endurreisn Íslands - fyrir atvinnulífið jafnt sem almenning. GrunnatvinnuvegirÓtti landbúnaðar og sjávarútvegs við aðild er þekktur. Samt sem áður er ljóst að þessar skuldsettu atvinnugreinar þrífast ekki frekar en annað í óbreyttu ástandi. Óhætt er að fullyrða að í aðildarviðræðum er hægt að verja hagsmuni þessara greina til framtíðar. Margoft hefur verið bent á að sjávarútvegsstefna ESB snýst um nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum. Ísland á hvergi lögsögu að ESB og Íslendingar sitja einir að staðbundnum nytjastofnum. Engin breyting yrði þar á við aðild. Varðandi deilistofna á alþjóðahafsvæðum hefur þegar verið samið um skiptingu þeirra og yrði til framtíðar byggt á þeim samningum. Eina undantekningin er makríll, sem Íslendingar eru nýlega farnir að nýta. Joel Borg, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, gaf skýr skilaboð á blaðamannafundi í Brussel 22. apríl sl. með því að segja að ef Íslendingar sæktu um aðild yrði fundin lausn á sjávarútvegsmálum sniðin að hagsmunum Íslendinga. Orð Borgs enduróma ummæli forvera hans í starfi; Frans Fischler og Emmu Bonino. Framkvæmdastjórn ESB og einstakar Evrópuþjóðir gera sér fulla grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland og hafa margoft lýst yfir skilningi á sérstöðu okkar. Öllum er ljóst að íslenskur landbúnaður á eftir að ganga í gengum breytingar algerlega óháð ESB-aðild. Jafnframt er ljóst að dómsdagsspár um að ESB aðild ein og sér myndi leggja landbúnað á Íslandi í rúst standast ekki skoðun. Sé t.d. tekið mið af reynslu Finna og Svía eftir 14 ára veru í ESB er hún almennt góð. Um þetta vitna Peter Lundberg, sérfræðingur hjá sænsku bændasamtökunum, í viðtali í DV 29. apríl sl. og Pekka Pesonen, finnskur framkvæmdastjóri evrópsku bændasamtakanna COPA- Cogeca, en hann hélt erindi hér á landi hinn 4. febrúar sl. Lundberg fullyrðir að sænskum landbúnaði „líði betur innan [ESB] en utan" og að aukinnar bjartsýni gæti meðal sænskra bænda. Í máli Pesonen kemur fram að þrátt fyrir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sé hún útfærð þannig að allir hafi hag af. Ný tækifæri opnist og að engin dæmi séu um að horfið hafi verið frá landbúnaði í ESB; það væri ekki hagur evrópsk landbúnaðar. Fullyrðingar Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu 28. janúar sl. um að íslenskum landbúnaði standi veruleg ógn af ESB-aðild og að sænskur og finnskur landbúnaður hafi verið drepinn í dróma af ESB er bábilja ein. Íslendingar munu svo sannarlega halda áfram að yrkja jörðina og draga fisk úr sjó þrátt fyrir að til aðildar kæmi. Frelsi eða höft?Eins og komið var inn á hér í upphafi er dómur sögunnar skýr. EFTA- og EES-aðildin voru hreyfiafl framfara. Við Íslendingar höfum nú val um að halda áfram að feta braut frelsis og losa okkur undan klyfjum vonlausrar efnahagsstefnu og ganga til liðs við ESB ásamt flestum af okkar helstu viðskipta- og vinaþjóðum. Hinn kosturinn er að taka skrefið til baka út úr EES og byggja einhæft samfélag á grundvelli útflutnings frumframleiðslu og takmarkaðs innflutnings nauðsynja með tilheyrandi gjaldeyrishöftum og frelsisskerðingu almennings. Um þessa tvo kosti snýst Evrópuumræðan. Höfundur er stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og togarasjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Á lýðveldistímanum hafa verið útkljáðar tvær stórorrustur um Evrópumál. Andstæðar fylkingar hafa tekist á með stílvopninu um hvernig samskiptum við Evrópu skuli háttað. Fyrsta orrustan snerist um aðildina að EFTA. Þá heyrðust raddir sem fullyrtu að EFTA-aðild myndi grafa undan sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar; þess yrði ekki langt að bíða að Ísland yrði „ofurseldur útnári Evrópu". Breiðu spjótin voru aftur dregin fram í aðdraganda EES-samningsins. Þrátt fyrir góða reynslu EFTA-aðildar beittu andstæðingar samningsins fyrir sig sömu orðræðu og fyrr; Íslendingar yrðu fórnarlömb átroðnings útlendinga - fangar í eigin föðurlandi ofurseldir og undirokaðir! Dómur sögunnar er óumdeilanlega sá að EFTA-aðild og EES-samningurinn voru heillaspor sem lögðu grunn að fjölbreyttara atvinnulífi og blómlegra mannlífi. Dómsdagsspár úrtölumanna eru því sögulegar heimildir um þjóðlega einangrunarstefnu af verstu gerð. Fullyrða má að ef þeirri stefnu hefði verið fylgt væri Ísland í dag útnári Evrópu með einhæft atvinnulíf. Þriðja uppgjörið í átökunum um Evrópu er yfirvofandi; uppgjör um aðild að ESB. Breiðu spjótin hafa verið dregin fram og andstæðingum aðildar höggva í sama knérunn. Kinnroðalaust ala þeir á ótta með rangfærslum um að útlendingar myndu vaða hér yfir menn og málleysinga með eldi og brennisteini og skilja eftir sviðna fold fósturjarðarinnar ef til aðildar kæmi. Rangfærslur sem sagan hefur dæmt sem hræðsluáróður og örgustu ósannindi. Tveir valkostirÍslendingar standa frammi fyrir tveimur valkostum: Annars vegar að festa í sessi haftakerfi með tilheyrandi gjaldeyris- og innflutningshöftum og uppsögn EES-samningsins í framhaldinu. Flestum ætti að vera ljóst að haftastefna og skert athafnafrelsi er óhjákvæmilegur fylgifiskur óbreyttrar stefnu og að slíkt býður ekki upp á gróskufulla nýsköpun né fjölbreytni í atvinnulífi. Óbreytt stefna er hrein og klár ávísun á fortíðarfjötra og rússíbanareið hagkerfisins. Hinn valkosturinn er að ganga með reisn til aðildarviðræðna við ESB. Nú er það svo að aðild að ESB ein og sér leysir ekki öll vandamál Íslendinga og er engin töfralausn. Því hefur enginn haldið fram nema andstæðingar aðildar sem hafa lagt aðildarsinnum orð í munn. Aftur á móti má slá því föstu að aðildarumsókn myndi skapa trúverðugleika og senda skýr skilaboð um hvert við ætlum að stefna - sem við sárlega þurfum á að halda. Ljóst er að gjaldmiðillinn er ekki á vetur setjandi og við þurfum sem fyrst að komast inn í ERM II, sem er einskonar fordyri að evru og fæst ekki nema með aðild að ESB. Aðildarumsókn er því stórt og afar mikilvægt skref í endurreisn Íslands - fyrir atvinnulífið jafnt sem almenning. GrunnatvinnuvegirÓtti landbúnaðar og sjávarútvegs við aðild er þekktur. Samt sem áður er ljóst að þessar skuldsettu atvinnugreinar þrífast ekki frekar en annað í óbreyttu ástandi. Óhætt er að fullyrða að í aðildarviðræðum er hægt að verja hagsmuni þessara greina til framtíðar. Margoft hefur verið bent á að sjávarútvegsstefna ESB snýst um nýtingu á sameiginlegum fiskistofnum. Ísland á hvergi lögsögu að ESB og Íslendingar sitja einir að staðbundnum nytjastofnum. Engin breyting yrði þar á við aðild. Varðandi deilistofna á alþjóðahafsvæðum hefur þegar verið samið um skiptingu þeirra og yrði til framtíðar byggt á þeim samningum. Eina undantekningin er makríll, sem Íslendingar eru nýlega farnir að nýta. Joel Borg, framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála ESB, gaf skýr skilaboð á blaðamannafundi í Brussel 22. apríl sl. með því að segja að ef Íslendingar sæktu um aðild yrði fundin lausn á sjávarútvegsmálum sniðin að hagsmunum Íslendinga. Orð Borgs enduróma ummæli forvera hans í starfi; Frans Fischler og Emmu Bonino. Framkvæmdastjórn ESB og einstakar Evrópuþjóðir gera sér fulla grein fyrir mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland og hafa margoft lýst yfir skilningi á sérstöðu okkar. Öllum er ljóst að íslenskur landbúnaður á eftir að ganga í gengum breytingar algerlega óháð ESB-aðild. Jafnframt er ljóst að dómsdagsspár um að ESB aðild ein og sér myndi leggja landbúnað á Íslandi í rúst standast ekki skoðun. Sé t.d. tekið mið af reynslu Finna og Svía eftir 14 ára veru í ESB er hún almennt góð. Um þetta vitna Peter Lundberg, sérfræðingur hjá sænsku bændasamtökunum, í viðtali í DV 29. apríl sl. og Pekka Pesonen, finnskur framkvæmdastjóri evrópsku bændasamtakanna COPA- Cogeca, en hann hélt erindi hér á landi hinn 4. febrúar sl. Lundberg fullyrðir að sænskum landbúnaði „líði betur innan [ESB] en utan" og að aukinnar bjartsýni gæti meðal sænskra bænda. Í máli Pesonen kemur fram að þrátt fyrir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB sé hún útfærð þannig að allir hafi hag af. Ný tækifæri opnist og að engin dæmi séu um að horfið hafi verið frá landbúnaði í ESB; það væri ekki hagur evrópsk landbúnaðar. Fullyrðingar Bændasamtaka Íslands í Bændablaðinu 28. janúar sl. um að íslenskum landbúnaði standi veruleg ógn af ESB-aðild og að sænskur og finnskur landbúnaður hafi verið drepinn í dróma af ESB er bábilja ein. Íslendingar munu svo sannarlega halda áfram að yrkja jörðina og draga fisk úr sjó þrátt fyrir að til aðildar kæmi. Frelsi eða höft?Eins og komið var inn á hér í upphafi er dómur sögunnar skýr. EFTA- og EES-aðildin voru hreyfiafl framfara. Við Íslendingar höfum nú val um að halda áfram að feta braut frelsis og losa okkur undan klyfjum vonlausrar efnahagsstefnu og ganga til liðs við ESB ásamt flestum af okkar helstu viðskipta- og vinaþjóðum. Hinn kosturinn er að taka skrefið til baka út úr EES og byggja einhæft samfélag á grundvelli útflutnings frumframleiðslu og takmarkaðs innflutnings nauðsynja með tilheyrandi gjaldeyrishöftum og frelsisskerðingu almennings. Um þessa tvo kosti snýst Evrópuumræðan. Höfundur er stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands og togarasjómaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun