Viðskipti innlent

Innflutningur á nautakjöti minnkar um 68% í ár

Það sem af er ári, janúar-október, hefur nautakjötsinnflutningur dregist mjög mikið saman m.v. sama tímabil í fyrra. Alls nemur innflutningurinn 101,9 tonnum, á móti 316,3 tonnum á sama tímabili í fyrra. Samdrátturinn er 68%.

Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda. Þar segir að verðmæti nautakjötsinnflutningsins er 94 milljónir kr. eða 931 kr/kg. Að langmestu leyti er um hakkefni að ræða, eða 70%. Afgangurinn eru lundir og lærvöðvar.

Innflutningur annarra kjöttegunda hefur einnig dregist mikið saman. Á tímabilinu voru flutt inn 281 tonn af alifuglakjöti, á móti 498 árið áður. 154 tonn voru flutt inn af svínakjöti á móti 274 tonnum á sama tímabili 2008. Þá voru flutt inn 61 kg af kindakjöti, en ekkert slíkt var flutt inn fyrstu 10 mánuði ársins 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×