Viðskipti innlent

DeCode sækir sér lán á háum vöxtum

Hratt hefur gengið á eigið fé deCode á árinu. Fyrirtækið sækir sér lánsfé á yfirdráttarvöxtum.
Fréttablaðið/Stefán
Hratt hefur gengið á eigið fé deCode á árinu. Fyrirtækið sækir sér lánsfé á yfirdráttarvöxtum. Fréttablaðið/Stefán
DeCode, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, frestaði í gær birtingu uppgjörs fyrirtækisins fyrir þriðja fjórðung. Þetta er í annað skiptið á árinu sem deCode frestar uppgjöri. Frestur er gefinn til mánaðamóta, líkt og fram kemur í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitsins í gær.

Fram kom á fyrri hluta árs að hratt hefði gengið á handbært fé deCode og væri hætta á að það yrði uppurið undir lok annars ársfjórðungs á þessu ári.

DeCode gerði lánsfjármögnunarsamning við bandaríska fjármálafyrirtækið Saga Investments til skamms tíma í september og nýtti sér nær samstundis sjö hundruð þúsund dali af lánasamningnum. Fyrirtækið hefur dregið hratt á lánalínuna síðan í september og nemur skuld deCode við Saga Investments nú rúmum 3,8 milljónum dala, um 470 milljónum króna á gengi gærdagsins.

Lánið ber átta prósenta vexti sem þykir afar hátt miðað við um núll prósentustiga stýrivexti í Bandaríkjunum. Það þykir hins vegar endurspegla mjög þá fjármagnsörðugleika sem deCode glímir við um þessar mundir.

Ekki náðist í Kára Stefánsson, forstjóra deCode, þegar eftir því var leitað í gær. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×