Skuldastaða ríkisins ekki svo slæm í alþjóðlegu samhengi 8. september 2009 12:13 Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að skuldastaða hins opinbera virðist í grófum dráttum vera í samræmi við nýlegar spár um þróun hennar næsta kastið, ef marka má nýbirtar tölur Hagstofu um stöðu ríkissjóðs í júnílok. Raunar liggja aðeins fyrir tölur um þróun eigna og skulda ríkissjóðs það sem af er árinu, en þær tölur ráða mestu um heildarþróun opinbera geirans þessa dagana. Heildarskuldir hins opinbera um síðustu áramót námu 93% af vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. Miðað við þróun efnahags ríkissjóðs á fyrri hluta árs má ætla að þetta hlutfall hafi hækkað í a.m.k. 110% í júnílok. Til samanburðar má nefna að í nýútkominni skýrslu gerir matsfyrirtækið Fitch ráð fyrir að hlutfallið verði 114% í árslok, og spá OECD frá í júní gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera hér á landi verði 106,5% af VLF um næstu áramót. Svo hátt hlutfall opinberra skulda af landsframleiðslu er hins vegar ekki óþekkt meðal iðnríkja. Þannig gerir OECD ráð fyrir að hlutfallið í árslok verði 190% í Japan, 123% á Ítalíu, 107% í Grikklandi og 100% í Belgíu. Hlutfallið fyrir hin Norðurlöndin er svo á bilinu frá 47% (Danmörk) til 63% (Noregur) að mati OECD. Meðaltal fyrir OECD-ríkin verður tæp 92% af VLF í árslok ef spá stofnunarinnar gengur eftir. Jafngildir það hækkun um 13 prósentustig á milli ára, enda hafa nánast öll iðnríkin veitt miklu fjármagni af hálfu hins opinbera út í hagkerfi sín og fjármálakerfi í því skyni að sporna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Alþjóðlegur samanburður er svo töluvert hagstæðari Íslandi ef horft er til hreinnar skuldastöðu. Þar kemur til að peningalegar eignir hins opinbera á Íslandi eru óvenju miklar í hlutfalli við VLF. Miðað við stöðu hins opinbera um síðustu áramót, og þróun ríkissjóðs síðan þá, má gróflega gera ráð fyrir að hreinar skuldir hins opinbera nemi a.m.k. þriðjungi af landsframleiðslu ársins um þessar mundir. Það rímar nokkurn veginn við spá OECD, sem gerir ráð fyrir að þetta hlutfall verði 31% í árslok. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gangi spá OECD eftir verður hrein skuldastaða hins opinbera á Íslandi talsvert undir 51% meðaltali OECD-ríkja, og á svipuðum slóðum og staða Austurríkis, Hollands og Spánar, svo nokkur dæmi séu tekin. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að skuldastaða hins opinbera virðist í grófum dráttum vera í samræmi við nýlegar spár um þróun hennar næsta kastið, ef marka má nýbirtar tölur Hagstofu um stöðu ríkissjóðs í júnílok. Raunar liggja aðeins fyrir tölur um þróun eigna og skulda ríkissjóðs það sem af er árinu, en þær tölur ráða mestu um heildarþróun opinbera geirans þessa dagana. Heildarskuldir hins opinbera um síðustu áramót námu 93% af vergri landsframleiðslu (VLF) síðasta árs. Miðað við þróun efnahags ríkissjóðs á fyrri hluta árs má ætla að þetta hlutfall hafi hækkað í a.m.k. 110% í júnílok. Til samanburðar má nefna að í nýútkominni skýrslu gerir matsfyrirtækið Fitch ráð fyrir að hlutfallið verði 114% í árslok, og spá OECD frá í júní gerir ráð fyrir að heildarskuldir hins opinbera hér á landi verði 106,5% af VLF um næstu áramót. Svo hátt hlutfall opinberra skulda af landsframleiðslu er hins vegar ekki óþekkt meðal iðnríkja. Þannig gerir OECD ráð fyrir að hlutfallið í árslok verði 190% í Japan, 123% á Ítalíu, 107% í Grikklandi og 100% í Belgíu. Hlutfallið fyrir hin Norðurlöndin er svo á bilinu frá 47% (Danmörk) til 63% (Noregur) að mati OECD. Meðaltal fyrir OECD-ríkin verður tæp 92% af VLF í árslok ef spá stofnunarinnar gengur eftir. Jafngildir það hækkun um 13 prósentustig á milli ára, enda hafa nánast öll iðnríkin veitt miklu fjármagni af hálfu hins opinbera út í hagkerfi sín og fjármálakerfi í því skyni að sporna gegn áhrifum fjármálakreppunnar. Alþjóðlegur samanburður er svo töluvert hagstæðari Íslandi ef horft er til hreinnar skuldastöðu. Þar kemur til að peningalegar eignir hins opinbera á Íslandi eru óvenju miklar í hlutfalli við VLF. Miðað við stöðu hins opinbera um síðustu áramót, og þróun ríkissjóðs síðan þá, má gróflega gera ráð fyrir að hreinar skuldir hins opinbera nemi a.m.k. þriðjungi af landsframleiðslu ársins um þessar mundir. Það rímar nokkurn veginn við spá OECD, sem gerir ráð fyrir að þetta hlutfall verði 31% í árslok.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira