Viðskipti innlent

AGS: Seðlabankinn gagnrýndur fyrir of hraða vaxtalækkun

Í vinnuskýrslu starfshóps Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram gagnrýni á Seðlabankann fyrir að hafa farið of hratt í stýrivaxtalækkanir á árinu. Stýrivextirnir hafa lækkað um 6 prósentustig frá áramótum.

Í skýrslunni segir það að hve eigna- og skuldastaða fyrirtækja og heimila sé berskjölduð fyrir breytingum valdi djúpum áhyggjum og að veikleiki krónunnar undanfarið sýni hættuna á verðbólguskoti. „Með þetta að bakgrunni telur vinnuhópurinn að Selabankinn hafi farið of bratt á tímum í að lækka vexti sína," segir í skýrslunni. „Skarpar og óstöðuleikakenndar lækkanir á vöxtum eins og urðu í maí-mánuði verður að forðast."

Hert stefna Seðlabankans eins og hún birtist í júlí er viðeigandi nú um stundir. „Horft fram á við, eftir því sem endurskipulagningu fjármálageirans og aðhaldsaðgerum miðar áfram, skapast svigrúm til þess að losa um tökin á stefnunni," segir í skýrslunni og er þar átt við að vaxtalækkanaferlið geti farið í gang á ný.

Hvað varðar gjaldeyrishöftin telur vinnuhópurinn að að væntanlegt útflæði gjaldeyris sé of mikið til að hægt sé að finna lausn á því með vaxtastefnunni einni saman. Afnám haftana sé hægt að framkvæma eftir því sem viðskiptajöfnuðurinn leyfir og um leið og stöðuleika sé náð í fjármálageiranum. „Af þessum sökum hefur vinnuhópurinn áhyggjur af því hve fljótt Seðlabankinn ætli sér að afnema höftin," segir í skýrslunni.

Vinnuhópurinn segir að Seðlabankinn verði að draga úr áætlunum sínum um hve fljótt gjaldeyrishöftin verða afnumin. Draga verði afnám þeirra meir á langinn og jafnframt herða eftirlit með þeim. „Sú áætlun sem nú hefur verið samþykkt er skref í rétta átt," segir í skýrslunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×