Viðskipti innlent

Engin ákvörðun hefur verið tekin um eignarhald 1998

Jón Hákon Halldórsson skrifar
1998 ehf er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu.
1998 ehf er í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu.
Engin ákvörðun hefur verið tekin um framtíðareignarhald 1998 ehf, segir í tilkynningu sem Nýi Kaupþing banki hefur sent frá sér. Tilkynningin er send vegna fjölmiðlaumfjöllunar um móðurfélag Haga sem rekur meðal annars Bónus og Hagkaup.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að engar skuldir hafi verið afskrifaðar hjá 1998 ehf og að eigendur félagsins njóti engrar sérmeðferðar hjá Nýja Kaupþingi.

Eins og fram hefur komið skuldar 1998 Kaupþingi 48 milljarða króna. Endurskipulagning á eignarhaldi Haga stendur yfir þessa dagana en tveir fulltrúar frá nýja Kaupþingi hafa þegar tekið sæti í stjórn 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×