Viðskipti innlent

Skuldabréfaútboð gengur vel

Guðlaugur  G. Sverrisson
Guðlaugur G. Sverrisson

Skuldabréfaútboð Orkuveitu Reykjavíkur gengur eftir áætlun, en ætlunin er að selja bréf fyrir 10 milljarða króna. Útboðið fer fram innanlands í umsjón Landsbankans.

Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, segir útboðið ekki síst hugsað til að styrkja lánasafn fyrirtækisins. Þar sé lítið að finna af innlendum lánum og gott sé að bæta safnið. Féð á að nota í fráveituframkvæmdir. „Þetta gengur ágætlega og er allt eftir áætlun síðast þegar ég frétti af þessu,“ segir Guðlaugur. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Evrópski fjárfestingarbankinn samþykkt að lána fyrirtækinu 30 milljarða króna.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×