Viðskipti innlent

Kauphöllin færir skuldabréf Eikar á athugunarlista

Kauphöllin hefur ákveðið að færa skuldabréf útgefin af Eik fasteignarfélagi hf. á athugunarlista vegna óvissu um fjárhagslega stöðu útgefanda.

Í tilkynningu um málið segir að þetta sé gert með vísan í tilkynningu Eikar frá í gærdag og er í samræmi við reglur fyrir útgefendur fjármálagerninga í Kauphöllinni.

Eik gaf út aðvörun um gjaldþrot félagsins í kjölfar þess að Nýja Kaupþing synjaði Eik um skilmálabreytingar á lánum félagsins. Nýja Kaupþing er stærsti lánadrottinn Eikar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×