Innlent

Með byssusafn og fíkniefni

Maðurinn var með fjögur skotvopn í svefnherberginu hjá sér.
Maðurinn var með fjögur skotvopn í svefnherberginu hjá sér.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir fíkniefnabrot og vopnalagabrot.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft 164 grömm af kókaíni í hjólhýsi við Yrsufell. Efnin fundu lögreglumenn við leit.

Aftur var maðurinn tekinn, nú í Hafnarfirði, með 1,63 grömm af amfetamíni, sem hann framvísaði við leit. Þar fundu lögreglumennirnir einnig haglabyssu af gerðinni Benelli og skammbyssu af gerðinni Bruni Mod 92. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi fyrir þeim. Þá ábyrgðist hann ekki vörslu þeirra með þeim hætti að óviðkomandi næði ekki til þeirra og án þess að geyma haglabyssuna og haglaskot í aðskildum og læstum hirslum á heimili sínu.

Enn fremur fann lögreglan riffil af gerðinni Marlin og haglabyssu af gerðinni Breda.- jss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×