Innlent

Svindla á kerfinu

20 verkamenn, sem eru á atvinnuleysisbótum en voru að vinna, voru gómaðir af Vinnumálastofnun samkvæmt heimildum fréttastofu. Félagsmálaráðherra ætlast til þess að Vinnumálastofnun tryggi það að þeir sem þiggja atvinnuleysisbætur séu raunverulega atvinnulausir.

Mennirnir voru að vinna í Tónlistarhúsinu en eru skráðir atvinnulausir og þiggja því bætur. Þeir voru ekki á launaskrá verktakans sem var þar að störfum. Vinnumálastofnun hefur að undanförnu unnið að því að uppræta misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu. Fólki hefur m.a. verið gefið færi á að koma með nafnlausar ábendingar til stofnunarinnar um fólk sem er í vinnu en er líka að þiggja atvinnuleysisbætur.

Rúmlega 17 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá og hefur verið treyst á að mannaflsfrekar framkvæmdir, líkt og Tónlistarhúsið, dragi úr atvinnuleysinu.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir ljóst að verkefni Vinnumálastofnunar sé að tryggja að þeir sem þiggi atvinnuleysisbætur séu raunverulega atvinnulausir. Hann segir að unnið sé að þessum málum í ráðuneytinu og áframhald verði á því. Engar vísbendingar séu þó um stórfellda misnotkun á atvinnuleysisbótakerfinu.

 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.