Raunhæft og róttækt samkomulag 16. desember 2009 06:00 Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun