Raunhæft og róttækt samkomulag 16. desember 2009 06:00 Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Bókin samsvarar ekki allri þekkingunni Davíð Snær Jónsson Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eitt samfélag fyrir alla Logi Einarsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn. Mikil ábyrgð hvílir á þátttakendum í ráðstefnunni enda er framtíðin í húfi. Enn er þó hvergi nærri ljóst hvort og þá hvaða árangri ráðstefnan skilar. Loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna hafa verið haldnar árlega síðan árið 1995 og taka nálægt 200 lönd þátt í ráðstefnunni. Brotið var blað á ráðstefnunni sem haldin var í Kyoto í Japan árið 1997 en þá tókst samkomulag um að 37 iðnríki drægju úr losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2012. Klukkan tifar og nú er brýnt að þjóðirnar komi sér saman um framhaldið. Nú liggur fyrir að hitinn á Grænlandi hefur hækkað meira en tvisvar sinnum meira en hitinn að meðaltali í heiminum. Afleiðingarnar eru að heimskautaísinn við Grænland bráðnar mun hraðar en áður var talið að raunin yrði. Sýnt hefur verið fram á að ef ekkert verður að gert muni bráðnun íshellunnar á Grænlandi leiða til fimm til tíu sentimetra hækkunar á yfirborði sjávar árið 2100. Þessar staðreyndir tala sínu máli og sýna að það er ekki bara mikilvægt heldur lífsspursmál fyrir komandi kynslóðir að ríki heims taki höndum saman í því sameiginlega verkefni jarðarbúa að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Þetta verkefni krefst hins vegar nýrrar hugsunar og breytinga á lífsháttum í iðnríkjunum og auðugri löndum heimsins. Þess vegna er ekki aðeins mikilvægt að samkomulag náist á ráðstefnunni heldur einnig hitt að leiðtogarnir fari hver til síns heima ákveðnir í að framfylgja samkomulaginu og afla því fylgis meðal allra hagsmunahópa í heimalöndum sínum. Í gær urðu þau tímamót að ákveðið var að Ísland yrði fullur þátttakandi í aðgerðum Evrópusambandsins til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er til marks um að Ísland muni ekki sitja hjá þegar kemur að sameiginlegri ábyrgð heimsbyggðarinnar á því að skila jörðinni til niðjanna þannig að hún verði áfram byggileg. Af því eigum við að vera stolt. Það er í hendi leiðtoga þeirra nærri 200 ríkja sem aðild eiga að Loftslagsráðstefnunni að sýna þann pólitíska stórhug sem nauðsynlegur er til þess að ná samkomulagi sem skiptir sköpum og er í senn raunhæft og róttækt. Hér duga ekki vettlingatök og máttlitlar yfirlýsingar um að stefnt skuli að. Hluta byrðanna mun almenningur í hinum efnaðri hluta heimsins bera. Hann verður því að kenna til ábyrgðar. Það er afar mikilvægt að rík sátt verði um þær niðurstöður sem ráðstefnan birtir. Ekki er nóg að setja markmið til langs tíma heldur þarf samkomulagið að vera varðað til að tryggja að jafnt og þétt verði dregið úr losun gróðurhúsaloftegunda. Í hinu stóra samhengi er þetta áreiðanlega brýnasta verkefni og ábyrgð þeirra kynslóða sem nú eru á dögum.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun