Áætlun AGS og stjórnvalda gengur brösuglega 26. ágúst 2009 12:12 Óhætt er að segja að sá hluti aðgerðaáætlunar AGS og stjórnvalda sem snýr að því að ná fram stöðugleika og í kjölfarið styrkingu á gengi krónu með gjaldeyrishöftum, háum vöxtum og verulegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum hafi gengið heldur brösuglega frá því áætlunin var sett fram fyrir liðlega níu mánuðum síðan. Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir einnig að evran er nú aðeins tveimur krónum undir sínu hæsta verði frá upphafi á innlendum markaði, en það var 187 kr. þann 1. desember í fyrra. Fræðilegar úttektir á áhrifum gjaldeyrishafta sýna raunar að oftar en ekki er árangur af þeim takmarkaður, og í því ljósi ætti þróun undanfarinna mánaða ef til vill ekki að koma á óvart. Gengi krónu hefur lækkað um hálft prósentustig það sem af er degi. Er gengi evru nú komið í tæplega 185 kr. og gengi dollara í 129,5 kr. þegar þetta er ritað. Þrátt fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum hafi að öllum líkindum verið að aukast undanfarnar vikur, m.a. vegna verulegrar hækkunar á álverði og mikils ferðamannastraums til landsins á sama tíma og ferðalög landans til útlanda hafa skroppið mikið saman frá fyrra ári, hefur gengi krónu lækkað um 2,7% undanfarna tíu daga. Veit það tæpast á gott fyrir haustið, þegar draga tekur úr innflæði gjaldeyris eftir því sem flóð ferðamanna hingað til lands sjatnar. „Misvísandi skilaboð Seðlabankans um væntanlega þróun stýrivaxta og það hversu lengi höftin kunni að vara hafa heldur ekki bætt úr skák," segir í Morgunkorninu. „Misvísandi skilaboð Seðlabankans um væntanlega þróun stýrivaxta og það hversu lengi höftin kunni að vara hafa heldur ekki bætt úr skák," segir í Morgunkorninu. „Virðist sem ýmsir búi sig undir yfirvofandi afnám haftanna með því að sanka að sér gjaldeyri meðan aðrir hafa brugðist við þeirri skoðun sinni að þau kunni að vara um langa hríð með því að koma upp hjáleiðum af ýmsu tagi. Verður fróðlegt að sjá hvaða augum Peningastefnunefnd bankans lítur þessa þróun, en fundargerð frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar verður væntanlega birt á morgun." Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Óhætt er að segja að sá hluti aðgerðaáætlunar AGS og stjórnvalda sem snýr að því að ná fram stöðugleika og í kjölfarið styrkingu á gengi krónu með gjaldeyrishöftum, háum vöxtum og verulegum afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum hafi gengið heldur brösuglega frá því áætlunin var sett fram fyrir liðlega níu mánuðum síðan. Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir einnig að evran er nú aðeins tveimur krónum undir sínu hæsta verði frá upphafi á innlendum markaði, en það var 187 kr. þann 1. desember í fyrra. Fræðilegar úttektir á áhrifum gjaldeyrishafta sýna raunar að oftar en ekki er árangur af þeim takmarkaður, og í því ljósi ætti þróun undanfarinna mánaða ef til vill ekki að koma á óvart. Gengi krónu hefur lækkað um hálft prósentustig það sem af er degi. Er gengi evru nú komið í tæplega 185 kr. og gengi dollara í 129,5 kr. þegar þetta er ritað. Þrátt fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum hafi að öllum líkindum verið að aukast undanfarnar vikur, m.a. vegna verulegrar hækkunar á álverði og mikils ferðamannastraums til landsins á sama tíma og ferðalög landans til útlanda hafa skroppið mikið saman frá fyrra ári, hefur gengi krónu lækkað um 2,7% undanfarna tíu daga. Veit það tæpast á gott fyrir haustið, þegar draga tekur úr innflæði gjaldeyris eftir því sem flóð ferðamanna hingað til lands sjatnar. „Misvísandi skilaboð Seðlabankans um væntanlega þróun stýrivaxta og það hversu lengi höftin kunni að vara hafa heldur ekki bætt úr skák," segir í Morgunkorninu. „Misvísandi skilaboð Seðlabankans um væntanlega þróun stýrivaxta og það hversu lengi höftin kunni að vara hafa heldur ekki bætt úr skák," segir í Morgunkorninu. „Virðist sem ýmsir búi sig undir yfirvofandi afnám haftanna með því að sanka að sér gjaldeyri meðan aðrir hafa brugðist við þeirri skoðun sinni að þau kunni að vara um langa hríð með því að koma upp hjáleiðum af ýmsu tagi. Verður fróðlegt að sjá hvaða augum Peningastefnunefnd bankans lítur þessa þróun, en fundargerð frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi hennar verður væntanlega birt á morgun."
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira