Erlent

Danskir handrukkarar ætluðu að drepa fórnarlömbin með heróíni

Fimm karlar og ein kona sæta nú yfirheyrslum í Danmörku en þau eru grunuð um að hafa lagt á ráðin um að drepa konu og karl sem þau töldu að skulduðu sér peninga. Sexmenningarnir rændu parinu á á mánudagskvöld og keyrðu þau upp í sveit. Lögregla telur að þar hafi fólkið ætlað að myrða fórnarlömb sín með því að dæla í þau of stórum skömmtum af Heróíni.

Áður hafði parið verið þvingað til að grafa sínar eigin grafir. Fólkinu tókst hinsvegar að flýja og kalla eftir hjálp í næsta húsi.

Á meðan á prísund fólksins stóð rigndi yfir þau hótunum um að fingur yrðu klipptir af þeim og þau brennd með logandi töngum ef þau gerðu ekki upp skuldir sínar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×