Viðskipti innlent

Ekkert lát á hækkun Úrvalsvísitölunnar

Úrvalsvísitalan hækkaði enn einn daginn, nú um 1,07% í rétt tæplega 110 milljón króna heildarviðskiptum í Kauphöllinni í dag. Vísitalan stendur nú í 815,4 stigum.

Færeyjabanki hækkaði um 4,62% og Össur hækkaði um 0,82%.

Century Aluminium lækkaði um 4,03% og Marel lækkaði um 1,19%.

Skuldabréfavelta var mikil í dag og nam hún rúmlega 22,4 milljörðum króna. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf fyrir rúma 16,6 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×