Erlent

Mannýgar beljur í Bretlandi

Kýr hafa orðið fjórum að bana á Bretlandseyjum síðustu tvo mánuði. Samtök kúabænda í Bretlandi hafa vegna þessa sent frá sér aðvörun til fólks um að passa sig á gripunum en í flestum tilvikum var um fólk að ræða sem var úti að ganga með hundana sína.

Bændurnir segja að kýrnar séu ekki sérstaklega mannýgar heldur séu það hundarnir sem þeim er illa við, sérstaklega eftir að þær hafa nýlega borið kálfa. Tilmælum er því beint til fólks að vera ekki að valsa um beitilönd Bretlands með hundana sína.

Í Bretlandi eru 7,5 milljónir kúa en á síðustu átta árum eru aðeins 18 dæmi um dauðsföll af þeirra völdum og þá eru tekin með í reikningin dauðsföll af völdum nauta. Fjögur dauðsföll á tveimur mánuðum vekja því óneitanlega eftirtekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×