Viðskipti innlent

Lýður Guðmundsson: Exista bæði gerandi og fórnalamb

Ingimar Karl Helgason skrifar
Lýður Guðmundsson, gerandi eða fórnalamb?
Lýður Guðmundsson, gerandi eða fórnalamb?

Exista er bæði fórnarlamb og gerandi, segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista. Skuldir vegna kaupa á Símanum, sem var einkavæddur fyrir fjórum árum, nema nú hátt í fimmtíu milljörðum króna.

Það var á miðju ári 2005 að ríkið, þá undir forystu sjálfstæðisflokks og framsóknarflokks, seldi Símann, til fyrirtækisins Skipta. Skipti eru í eigu Existu. Kaupverðið á sínum tíma var tæplega 67 milljarðar. Eigendur Skipta á þeim tíma voru meðal annars Exista og Kaupþing, sem aftur áttu hluti hvort í öðru á þessum tíma.

Hluti kaupverðsins á sínum tíma var greiddur af eigin fé, að því er fram kom sumarið 2005, en stór hluti, meira en helmingur var tekinn að láni. Upphaflega lánið var um 37 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Skiptum hefur verið greitt reglulega af láninu, en hluti þess er í erlendri mynt og þess vegna hefur það hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×