Viðskipti innlent

Töluverð velta með hlutabréf

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,55% í tæplega 143 milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Stendur vísitalan nú í 758,43 stigum.

Marel hækkaði um 3% og Össur hækkaði um 1,72%. Veltan með bréf þessara tveggja félaga nam tæplega 143 milljónum króna.

300 þúsund króna velta var með bréf Bakkavarar og stóð gengi bréfanna í stað eftir mikla lækkun undanfarna þrjá daga.

Heildarveltan á hlutabréfamarkaðinum í dag er töluvert meiri en dagleg velta á markaðinum undanfarnar vikur. Má jafnvel leiða að því líkum að jákvæðar fréttir af evrópska hagkerfinu frá því í morgun og stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans spili einhvern þátt í aukinni veltu.

Skuldabréfavelta nam rétt rúmum 15 milljörðum króna í dag og sala á ríkisvíxlum var auk þess tæplega 5 milljarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×