Já sæll! Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 13. ágúst 2009 06:00 Þann 8. ágúst skrifar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri, grein í Fréttablaðið sem hann kallar „Rangfærslur Sigrúnar Elsu". Þar setur hann út á tvö atriði sem ég hef fjallað um í fyrri skrifum: Sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, sem hann telur hagstæða, og ábyrgðargjald vegna lána Landsvirkjunar sem hann telur hæfilegt. Auk þess víkur hann að þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtækis á Filippseyjum, sem hann ranglega eignar 100 daga meirihlutanum. Þessum atriðum verður hér svarað. Tapaðir milljarðarSölusamningur sem Vilhjálmur Þ. skrifaði undir fyrir hönd borgarinnar á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var óásættanlegur, meðal annars þar sem verðið sem fékkst fyrir hlutinn var of lágt. Þar varð borgin af milljörðum króna. Einnig er afleitt að Reykjavíkurborg ber ennþá ábyrgð á lánum Landsvirkjunar þrátt fyrir sölu hlutarins. Það gæti komið borginni í koll ef allt fer á versta veg.Ríkið greiddi Reykjavíkurborg 26,9 milljarða fyrir 44,5% hlut í Landsvirkjun 2007, sem samsvarar því að heildarvirði Landsvirkjunar hafi verið metið á um 60 milljarða. Sama ár greiddi OR 8,7 milljarða fyrir 16,6% hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sem samsvarar því að heildarvirði HS sé metið 52 milljarðar. Landsvirkjun er eins og menn vita margfalt stærra fyrirtæki en HS og þessi skipti eru því augljóslega ekki hagstæð fyrir borgina. Eðlilegt ábyrgðargjaldLandsvirkjun greiðir Reykjavíkurborg ábyrgðargjald vegna ábyrgða sem borgin situr uppi með á lánum Landsvirkjunar. Vilhjálmur vísar til bréfs forstjóra Landsvirkjunar því til réttlætingar að ábyrgðargjaldið sé „eins og ætlast sé til". Vilhjálmi ætti að vera ljóst að þegar kemur að upphæð ábyrgðargjalds eru hagsmunir Landsvirkjunar gagnstæðir hagsmunum borgarinnar. Það verður því að teljast með ólíkindum að hrekja fullyrðingar minnihlutans um að borgin eigi að krefjast hærra ábyrgðargjalds með því að vísa í forstjóra Landsvirkjunar. Ekki er ásættanlegt fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar að íslenska ríkið og/eða Landsvirkjun ákvarði einhliða hvert eðlilegt ábyrgðargjald skuli vera. Borgin verður að hafa þar sjálfstæða aðkomu. Einnig verður að tryggja að á meðan Reykjavíkurborg er í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun hafi borgin eftirlit með rekstri og lánastöðu Landsvirkjunar.Samfylkingin mun halda áfram að krefjast eðlilegs ábyrgðargjalds enda geta þeir hagsmunir numið hundruðum milljóna fyrir borgarbúa árlega. Núverandi meirihluti hefur hingað til brugðist því hlutverki. Einkavæðing á FilippseyjumÞað virðist hafa farið framhjá Vilhjálmi að lengri útgáfa af grein minni birtist 15. júlí á visir.is. Þar svara ég spurningu hans um umsvif REI á Filippseyjum. Þar upplýsti ég meðal annars að einu kaupin sem fram fóru á hlutum í filippseyska fyrirtækinu PNOC-EDC áttu sér stað í borgarstjóratíð Vilhjálms.Haustið 2006, skömmu eftir að Vilhjálmur varð borgarstjóri, hófu yfirvöld á Filippseyjum einkavæðingu stærsta jarðvarmaorkufyrirtækis Filippseyja PNOC-EDC, með útboði á fyrstu 40% í fyrirtækinu. Þá strax kom Orkuveitan að tilboðsgerð, ásamt Glitni og FL-Group. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fyrir stjórn OR. Þó að tilboðinu hafi ekki verið tekið hófst með þessu samstarf OR við þessa aðila um verkefni á Filippseyjum. Samstarfið var síðan fest í sessi 16. mars 2007 með undirritun samstarfssamnings um verkefni á Filippseyjum milli GGE og OR. Stjórn REI (sem minnihlutinn átti ekki fulltrúa í) samþykkti svo 11. júlí 2007 að verja 500 milljónum til kaupa á 0,4% hlut í filippseyska fyrirtækinu, samhliða sambærilegum kaupum GGE. Allt í borgarstjóratíð Vilhjálms, án umræðu í borgarráði eða borgarstjórn. Tilhæfulausar upphrópanirEftir að hundrað daga meirihlutinn tók við var verkefnið unnið áfram á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Stjórn OR samþykkti þannig á stjórnarfundi 3. nóvember „að styðja áframhaldandandi þátttöku í einkavæðingarferli filippseyska fyrirtækisins PNOC-EDC og heimilar REI jafnframt að leita eftir þeirri lánafyrirgreiðslu sem þarf vegna verkefnisins". Eftir frekari vinnslu málsins í tíð 100 daga meirihlutans var að endingu tekin ákvörðun um að draga REI út úr verkefninu án frekari fjárhagslegra skuldbindinga.Vilhjálmur veit að hvorki ég né Svandís Svavarsdóttir áttum sæti í stjórn OR eða REI í tíð hundrað daga meirihlutans, sem gerir upphrópanir hans um framgöngu okkar enn furðulegri. Við sátum á þessum tíma í stýrihópi borgarráðs, uppteknar við að komast til botns í „REI-málinu" sem hafði bundið enda á borgarstjóratíð Vilhjálms.Ef Vilhjálmur hefur eitthvað við fjárfestingar REI á Filippseyjum að athuga ætti hann því að líta sér nær.Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þann 8. ágúst skrifar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, forseti borgarstjórnar og fyrrverandi borgarstjóri, grein í Fréttablaðið sem hann kallar „Rangfærslur Sigrúnar Elsu". Þar setur hann út á tvö atriði sem ég hef fjallað um í fyrri skrifum: Sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, sem hann telur hagstæða, og ábyrgðargjald vegna lána Landsvirkjunar sem hann telur hæfilegt. Auk þess víkur hann að þátttöku REI í einkavæðingu orkufyrirtækis á Filippseyjum, sem hann ranglega eignar 100 daga meirihlutanum. Þessum atriðum verður hér svarað. Tapaðir milljarðarSölusamningur sem Vilhjálmur Þ. skrifaði undir fyrir hönd borgarinnar á hlut borgarinnar í Landsvirkjun var óásættanlegur, meðal annars þar sem verðið sem fékkst fyrir hlutinn var of lágt. Þar varð borgin af milljörðum króna. Einnig er afleitt að Reykjavíkurborg ber ennþá ábyrgð á lánum Landsvirkjunar þrátt fyrir sölu hlutarins. Það gæti komið borginni í koll ef allt fer á versta veg.Ríkið greiddi Reykjavíkurborg 26,9 milljarða fyrir 44,5% hlut í Landsvirkjun 2007, sem samsvarar því að heildarvirði Landsvirkjunar hafi verið metið á um 60 milljarða. Sama ár greiddi OR 8,7 milljarða fyrir 16,6% hlut í Hitaveitu Suðurnesja, sem samsvarar því að heildarvirði HS sé metið 52 milljarðar. Landsvirkjun er eins og menn vita margfalt stærra fyrirtæki en HS og þessi skipti eru því augljóslega ekki hagstæð fyrir borgina. Eðlilegt ábyrgðargjaldLandsvirkjun greiðir Reykjavíkurborg ábyrgðargjald vegna ábyrgða sem borgin situr uppi með á lánum Landsvirkjunar. Vilhjálmur vísar til bréfs forstjóra Landsvirkjunar því til réttlætingar að ábyrgðargjaldið sé „eins og ætlast sé til". Vilhjálmi ætti að vera ljóst að þegar kemur að upphæð ábyrgðargjalds eru hagsmunir Landsvirkjunar gagnstæðir hagsmunum borgarinnar. Það verður því að teljast með ólíkindum að hrekja fullyrðingar minnihlutans um að borgin eigi að krefjast hærra ábyrgðargjalds með því að vísa í forstjóra Landsvirkjunar. Ekki er ásættanlegt fyrir hagsmuni Reykjavíkurborgar að íslenska ríkið og/eða Landsvirkjun ákvarði einhliða hvert eðlilegt ábyrgðargjald skuli vera. Borgin verður að hafa þar sjálfstæða aðkomu. Einnig verður að tryggja að á meðan Reykjavíkurborg er í ábyrgðum fyrir Landsvirkjun hafi borgin eftirlit með rekstri og lánastöðu Landsvirkjunar.Samfylkingin mun halda áfram að krefjast eðlilegs ábyrgðargjalds enda geta þeir hagsmunir numið hundruðum milljóna fyrir borgarbúa árlega. Núverandi meirihluti hefur hingað til brugðist því hlutverki. Einkavæðing á FilippseyjumÞað virðist hafa farið framhjá Vilhjálmi að lengri útgáfa af grein minni birtist 15. júlí á visir.is. Þar svara ég spurningu hans um umsvif REI á Filippseyjum. Þar upplýsti ég meðal annars að einu kaupin sem fram fóru á hlutum í filippseyska fyrirtækinu PNOC-EDC áttu sér stað í borgarstjóratíð Vilhjálms.Haustið 2006, skömmu eftir að Vilhjálmur varð borgarstjóri, hófu yfirvöld á Filippseyjum einkavæðingu stærsta jarðvarmaorkufyrirtækis Filippseyja PNOC-EDC, með útboði á fyrstu 40% í fyrirtækinu. Þá strax kom Orkuveitan að tilboðsgerð, ásamt Glitni og FL-Group. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fyrir stjórn OR. Þó að tilboðinu hafi ekki verið tekið hófst með þessu samstarf OR við þessa aðila um verkefni á Filippseyjum. Samstarfið var síðan fest í sessi 16. mars 2007 með undirritun samstarfssamnings um verkefni á Filippseyjum milli GGE og OR. Stjórn REI (sem minnihlutinn átti ekki fulltrúa í) samþykkti svo 11. júlí 2007 að verja 500 milljónum til kaupa á 0,4% hlut í filippseyska fyrirtækinu, samhliða sambærilegum kaupum GGE. Allt í borgarstjóratíð Vilhjálms, án umræðu í borgarráði eða borgarstjórn. Tilhæfulausar upphrópanirEftir að hundrað daga meirihlutinn tók við var verkefnið unnið áfram á grundvelli fyrirliggjandi samnings. Stjórn OR samþykkti þannig á stjórnarfundi 3. nóvember „að styðja áframhaldandandi þátttöku í einkavæðingarferli filippseyska fyrirtækisins PNOC-EDC og heimilar REI jafnframt að leita eftir þeirri lánafyrirgreiðslu sem þarf vegna verkefnisins". Eftir frekari vinnslu málsins í tíð 100 daga meirihlutans var að endingu tekin ákvörðun um að draga REI út úr verkefninu án frekari fjárhagslegra skuldbindinga.Vilhjálmur veit að hvorki ég né Svandís Svavarsdóttir áttum sæti í stjórn OR eða REI í tíð hundrað daga meirihlutans, sem gerir upphrópanir hans um framgöngu okkar enn furðulegri. Við sátum á þessum tíma í stýrihópi borgarráðs, uppteknar við að komast til botns í „REI-málinu" sem hafði bundið enda á borgarstjóratíð Vilhjálms.Ef Vilhjálmur hefur eitthvað við fjárfestingar REI á Filippseyjum að athuga ætti hann því að líta sér nær.Höfundur er borgarfulltrúi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun