Viðskipti innlent

Aflinn dróst saman í júlí

Aflinn jókst á fyrstu sjö mánuðum ársins.
Aflinn jókst á fyrstu sjö mánuðum ársins. Mynd/ Stefán
Afli íslenskra skipa var 8,4% meiri á fyrstu sjö mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra, reiknað á föstu verði. Þetta kemur fram í morgunkornum Íslandsbanka. Aflinn í júlí var hins vegar 1,5% minni en í sama mánuði í fyrra. Veruleg verðlækkun sjávarfangs á erlendum mörkuðum hefur hins vegar orðið til þess að töluvert minna hefur fengist fyrir aflann á erlendum mörkuðum í ár, en á sama tíma í fyrra.

Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar var heildarafli í júlí tæplega 160 þúsund tonn. Botnfiskaflinn, þar sem tonnið er mun verðmætara að jafnaði en í uppsjávartegundunum, var 33 þúsund tonn í mánuðinum og jókst um 16 þúsund tonn frá sama mánuði í fyrra. Þorskaflinn var til að mynda níuþúsund tonn og jókst um þrjúþúsund tonn á milli ára. Í uppsjávaraflanum var aukning um fjögurþúsund tonn á milli ára og munar þar mestu um aukinn síldarafla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×