Viðskipti innlent

Vextir lækka ekki fyrr en stjórnvöld ganga frá lausum endum

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Mynd/Teitur
„Vaxtaákvörðun Seðlabankans er að sjálfsögðu vonbrigði en hún kemur mér ekki á óvart. Ég tel að stjórnvöld þurfi fyrst að ganga frá lausum endum í mörgum afar erfiðum málum áður en Seðlabankinn getur hafið vaxtalækkunarferli sitt," segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í samtali við fréttastofu.

Hann segist vel skilja ákvörðun bankans og segir að peningastefnunefndin treysti sér ekki til að lækka vexti á þessum erfiðu tímum.

„Það eru svo mörg mál sem þarf að ganga frá áður en til vaxtalækkunnar kemur. Það er ljóst að Icesave málið þarf að vera til lyktar leitt áður en menn taka þá ákvörðun að lækka stýrivexti svo einhverju nemi," segir Jón Steindór. Auk þess eru mál eins og lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ófrágengin.

Hann segist auðvitað ekki vera sáttur við hátt vaxtastig en telur að það sé einfaldlega ekki svigrúm til að lækka vexti eins og staðan er, þrátt fyrir margra mánaða skýlausa kröfu frá atvinnulífinu og einstaklingum um að Seðlabankinn lækki stýrivexti sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×