Arion í hendur kröfuhafa, ríkið fær 66 milljarða endurgreidda 1. desember 2009 13:19 Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir. Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins. Í tilkynningu segir að skilanefndin telur að virkt eignarhald í Arion banka muni hámarka verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru á milli bankanna í október 2008. Við fjármögnun bankans skuldbatt ríkið sig til að leggja bankanum til 72 milljarða króna í eigið fé. Bankinn er fullfjármagnaður og lausafjárstaða hans traust. Bankinn hefur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu frá stofnun í október 2008. Með aðkomu skilanefndar verður Arion banki öflugur banki og vel í stakk búinn til að leiða uppbyggingu íslensks efnahagslífs, einstaklingum og fyrirtækjum í landinu til góða. Í samkomulagi við ríkið felst að ríkið leggur Arion banka til víkjandi lán í erlendri mynt sem hækkar eiginfjárgrunn hans í 16%. Morgan Stanley er fjármálaráðgjafi skilanefndar vegna uppgjörs milli Kaupþings og Arion banka, en íslenska ríkið naut aðstoðar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint. Samráð var haft við fulltrúa kröfuhafa í ákvörðunarferlinu og fengu þeir aðgang að upplýsingum til að framkvæma eigin áreiðanleikakannanir. Auk þess tóku fulltrúar þeirra þátt í samningaviðræðum við ríkið. „Það er mat okkar að hagur kröfuhafa sé best tryggður með því að eiga meirihluta hlutafjár í Arion banka. Með virkum eignarhlut og aðild að stjórn bankans er skilanefndin í aðstöðu til að efla bankann enn frekar," segir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings. „Tengsl við erlenda kröfuhafa gera okkur kleift að byggja fyrr upp traust milli erlendra og innlendra fjármálastofnana. Í samningaferlinu lagði skilanefndin mikla áherslu á að kröfuhafar hefðu valkosti og að þeir hefðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Niðurstaðan endurspeglar traust til Arion banka og þess hæfa starfsfólks sem þar starfar. Með ákvörðuninni hefur óvissu verið eytt og við getum nú beitt okkur af fullum krafti að þeirri endurreisn sem framundan er í íslensku efnahagslífi." Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir það fagnaðarefni að Kaupþing hafi ákveðið að gerast ráðandi hluthafi í Arion banka og mikilvægt er að fjárútlát ríkissjóðs verða miklum mun minni en annars hefði verið. „Bankinn er fullfjármagnaður og stendur því á traustum fjárhagslegum grunni og er sem slíkur verðugur hluti af nýju íslensku fjármálakerfi. Hann á að vera þess albúinn að takast á við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við hann og bjóða einstaklingum og heimilum í skuldavanda þau úrræði sem til boða eiga að standa," segir Steingrímur. Ákvörðun skilanefndar er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins. Skilanefnd Kaupþings fer með eignarhald bankans fyrir hönd kröfuhafa í gegnum sérstakt eignarhaldsfélag og Arion banki verður því sjálfstætt dótturfélag. Skilanefnd skipar fjóra stjórnarmenn bankans af fimm en íslenska ríkið skipar einn. Stefnt er að því að fulltrúar skilanefndar í nýrri stjórn verði tveir erlendir og tveir innlendir sérfræðingar, þar af einn úr skilanefnd. Ný stjórn bankans verður skipuð þegar samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir.
Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira