Viðskipti innlent

Össur eykur hlutafé til kaupa á hlut í bandarísku fyrirtæki

Stjórn Össurar hf. hefur ákveðið að gefa út 1.250.000 nýja hluti í Össuri og auka hlutaféð um 0,28% úr 452.500.000 krónum í 453.750.000 krónur að nafnvirði. Að markaðsvirði er um tæplega 160 milljónir kr. að ræða.

Í tilkynningu segir að ákvörðunin var tekin á grundvelli heimildar stjórnar ...í samþykktum félagsins.

Bréfin eru gefin út vegna kaupa félagsins á hlut í bandarísku fyrirtæki sem dreifir spelkum og stuðningsvörum. Kaupin hafa óveruleg áhrif á rekstur Össurar.

Verð fyrir hvern hlut er 5,12 danskar kr. (jafngildir USD 1,03) og skal greitt í Bandaríkjadölum. Andvirði hlutanna er 1.287.500 Bandaríkjadalir. Seljendurnir hafa skráð sig fyrir nýju hlutunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×