Viðskipti innlent

Tvö fyrrum fyrirtæki Hannesar í greiðslustöðvun

Tvö bresk bresk matvælalfyrirtæki sem voru í meirihlutaeigu Hannesar Smárasonar hefur verið sett í greiðslustöðvun. Straumur Burðarás rær nú öllum árum að því að tryggja að rúmlega 6,4 milljarða króna krafa bankans á félögin gufi ekki upp.

Árið 2006 keypti einkahlutafélagið Hörgá 75% hlut í bresku matvælafyrirtækjunum Novel Olive og Novel Cheese. Hannes Smárason átti meirihluta Hörgár og föðurbróðir hans 12,5%. Straumur Burðarás var ráðgjafi í þessum kaupum og lánaði fé til kaupanna. Fyrir láninu fengu þeir skilyrt veð í bresku fyrirtækjunum, þ.e. yrðu ekki heimtur á lánunum tæki bankinn fyrirtækin yfir.

Í apríl var móðurfélag bresku matvælafyrirtækjanna, Novel Group Limited, sett í greiðslustöðvun og félaginu skipaðir skiptastjórar. Í skýrslu þeirra segir að eftir yfirtökuna árið 2006 hafi áformin verið æði metnaðarfull og fyrirtækið hafi m.a. verið flutt í stærra húsnæði.

Eftir að kreppan skall á hafi stór yfirbygging valdið vandræðum og orðið til þess að dótturfélögin gátu ekki greitt af lánum sínum. Straumur hafi því krafist að félögin sem voru í meirihlutaeigu Hannesar yrðu sett í greiðslustöðvun en bankinn átti um 6,4 milljarða krónu kröfu á þau.

Sama dag og greiðslustöðvunin gekk í gegn var Novel Olive selt og Straumur fékk greiðslur upp í kröfuna. Þá tóku Straumur og stjórnendur Novel Cheese það félag yfir og reka það í dag. Samkvæmt heimildum hefur Straumur nú fengið töluvert upp í kröfuna en vinnur hörðum höndum að því að hámarka virði eignar sinnar og koma þannig í veg fyrir að matvælafyrirtækja-ævintýri Hannesar verði þeim dýrkeypt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×