Gylfi Zoega: Hófleg lækkun stýrivaxta veikir ekki gengið 1. desember 2009 11:34 Gylfi Zoega hagfræðingur segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Þetta telur greining Íslandsbanka athyglisvert í ljósi þess að Gylfi á sæti í peningastefnunefnd.Í rannsóknarritgerð sem rituð er af Gylfa Zoega, einum af meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, og gefin út af Seðlabanka Íslands í lok síðustu viku er fjallað um áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar.Greiningin fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ritgerðinni sem heitir „A double-edged sword: High interest rates in capital-control regimes" segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Er þetta áhugavert sjónarmið aðila peningastefnunefndar bankans sem hefur haldið vaxtastiginu uppi undanfarið hér á landi að mestu leiti vegna þess markmiðs peningastefnunnar að halda gengi krónunnar stöðugu.Höfundur segir þróun gengis krónunnar undanfarið á innlendum millibankamarkaði og aflandsmarkaði endurspegli að höftin halda ekki fullkomlega. Gefur þetta vísbendingu að hans mati að nauðsynlegt sé að auka eftirlit til að sjá til þess að gjaldeyrishöft haldi. Rétt er að geta þess að þetta er ritað áður en höftin voru hert fyrir skömmu en viðskipti á aflandsmarkaði lögðust nær af í kjölfarið. Fá merki eru nú um leka haftanna.Kemur fram í rannsóknarritgerð Gylfa að háir vextir geti styrkt gengi á innlendum millibankamarkaði með því að draga úr neyslu sem og innflutningi. Auk þess geta háir vextir dregið úr hvata erlendra aðila, sem eiga eignir í innlendum gjaldmiðli, að selja innlendan gjaldmiðil og getur að sama skapi aukið framboð frá útflytjendum af erlendum gjaldeyri á millibankamarkaði og þar með styrkist gengi innlenda gjaldmiðilsins. Á hinn bóginn eru einnig áhrif sem fara í gangstæða átt, þ.e. að hærri vextir auka flæði vaxtatekna til erlendra aðila í gegnum viðskiptajöfnuð. Ljóst er að fjármálakreppan á Íslandi er mjög góður rannsóknargrunnur fyrir áhrif hárra vaxta þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar. Kemur fram í ofangreindri ritgerð að vaxtalækkanir Seðlabankans fram eftir þessu ári leiddu til þess að gengi á innlendum millibankamarkaði veiktist en það mikilvæga er að gengið á aflandsmarkaði styrktist á móti, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Gylfi Zoega hagfræðingur segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Þetta telur greining Íslandsbanka athyglisvert í ljósi þess að Gylfi á sæti í peningastefnunefnd.Í rannsóknarritgerð sem rituð er af Gylfa Zoega, einum af meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, og gefin út af Seðlabanka Íslands í lok síðustu viku er fjallað um áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar.Greiningin fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í ritgerðinni sem heitir „A double-edged sword: High interest rates in capital-control regimes" segir að reynslan hér á landi bendi ekki til þess að hóflegar vaxtalækkanir frá mjög háu vaxtastigi séu líklegar til þess að valda veikingu gjaldmiðils þegar fjármagnshreyfingar eru heftar. Er þetta áhugavert sjónarmið aðila peningastefnunefndar bankans sem hefur haldið vaxtastiginu uppi undanfarið hér á landi að mestu leiti vegna þess markmiðs peningastefnunnar að halda gengi krónunnar stöðugu.Höfundur segir þróun gengis krónunnar undanfarið á innlendum millibankamarkaði og aflandsmarkaði endurspegli að höftin halda ekki fullkomlega. Gefur þetta vísbendingu að hans mati að nauðsynlegt sé að auka eftirlit til að sjá til þess að gjaldeyrishöft haldi. Rétt er að geta þess að þetta er ritað áður en höftin voru hert fyrir skömmu en viðskipti á aflandsmarkaði lögðust nær af í kjölfarið. Fá merki eru nú um leka haftanna.Kemur fram í rannsóknarritgerð Gylfa að háir vextir geti styrkt gengi á innlendum millibankamarkaði með því að draga úr neyslu sem og innflutningi. Auk þess geta háir vextir dregið úr hvata erlendra aðila, sem eiga eignir í innlendum gjaldmiðli, að selja innlendan gjaldmiðil og getur að sama skapi aukið framboð frá útflytjendum af erlendum gjaldeyri á millibankamarkaði og þar með styrkist gengi innlenda gjaldmiðilsins. Á hinn bóginn eru einnig áhrif sem fara í gangstæða átt, þ.e. að hærri vextir auka flæði vaxtatekna til erlendra aðila í gegnum viðskiptajöfnuð. Ljóst er að fjármálakreppan á Íslandi er mjög góður rannsóknargrunnur fyrir áhrif hárra vaxta þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar. Kemur fram í ofangreindri ritgerð að vaxtalækkanir Seðlabankans fram eftir þessu ári leiddu til þess að gengi á innlendum millibankamarkaði veiktist en það mikilvæga er að gengið á aflandsmarkaði styrktist á móti, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira