Útflutningstekjur af fiskeldi tvöfaldast í 5 milljarða til 2015 1. desember 2009 10:06 Landssamband fiskeldisstöðva áætlar að framleiðsla í fiskeldi hérlendis muni tvöfaldast fram til ársins 2015. Verðmæti útflutnings á fiskeldisafurðum nam um 2,5 milljörðum kr. árið 2008 og verður sennilega meira í ár sökum gengisfalls krónunnar. Samkvæmt því má áætla að útflutningsverðmætið verði komið vel yfir 5 milljarða kr. eftir fimm ár.Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að megnið af aukningunni í útflutningnum verði á bleikju en 60-70% af henni fari á markað í Bandaríkjunum þar sem verð eru góð og allar líkur á að þau haldist þannig í náinni framtíð. „Auk þess er ætlunin að auka töluvert við laxeldið," segir Guðbergur. „Við ætlum okkur að nýta stöðuna núna í kjölfar þess að laxeldið í Chile hefur hrunið vegna sýkinga í eldisstöðvum þar í landi.Í skýrslu sem Landssambandið hefur gefið út um horfurnar næstu árin kemur fram að árið 2008 nam framleiðslan um 5.000 tonnum og áætlað er að framleiðslan verði svipuð árið 2009 og þar af um 3.000 tonn í bleikjueldi.Á næstu árum verður aukning og spáin er rúm 10.000 tonn árið 2015 og er þá miðað við hugsanlega áform þeirra fyrirtækja sem nú eru í rekstri. Mikil óvissa er þó um þessa spá þar sem ákvörðun um að hefja umfangsmikið eldi í einni eða fleiri stórum fiskeldisstöðvum getur hugsanlega aukið framleiðsluáform umtalsvert.Í bleikjueldi er áætlað að framleidd verði um 3.500 tonn árið 2010 og spáin gerir ráð fyrir 5.000-6.000tonna framleiðslu árið 2015. Eftir mikinn samdrátt í laxeldi er gert ráð fyrir mikilli aukningu og framleiðslan verði komin yfir 2.000 tonn af laxi árið 2012. Jafnframt að útflutningur á laxahrognum verði meira en 50 milljónir hrogna á ári hverju og hugsanlega einnig á laxaseiðum eins og undanfarin ár.Í þorskeldi hefur framleiðslan verið um 1.500 tonn á ári og reikna má með hægri aukningu á meðan verið er að þróa aleldi og spáin er 2.500 tonn fyrir árið 2015. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu áfram leiða þróun aleldis á þorski og líta á eldið sem þróunarverkefni til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Enn er eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Ef vel tekst til við þróun þorskeldis má gera ráð fyrir uppskölun eftir 2015. Áfram er gert ráð fyrir lítilli framleiðslu í matfiskeldi á lúðu en aukningu er spáð í útflutningi á lúðuseiðum.Miðað við þau áform sem eru í sandhverfueldi í dag er gert ráð fyrir lítilsháttar aukningu. Regnbogasilungseldi hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum en nú eru áform um að framleiðslan verði komin yfir 1.000 tonn innan örfárra ára.Guðbergur segir að í heild sé veltan í fiskeldi á Íslandi rúmlega 3 milljarðar kr. á ári og er þá allt tekið með, seiði, hrogn, eldisfiskur og framleiðsla fyrir innanlandsmarkað. Ef fyrrgreind áform ganga eftir megi áætla að veltan í heild verði komin yfir 6 milljarða kr. árið 2015. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Landssamband fiskeldisstöðva áætlar að framleiðsla í fiskeldi hérlendis muni tvöfaldast fram til ársins 2015. Verðmæti útflutnings á fiskeldisafurðum nam um 2,5 milljörðum kr. árið 2008 og verður sennilega meira í ár sökum gengisfalls krónunnar. Samkvæmt því má áætla að útflutningsverðmætið verði komið vel yfir 5 milljarða kr. eftir fimm ár.Guðbergur Rúnarsson framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva segir að megnið af aukningunni í útflutningnum verði á bleikju en 60-70% af henni fari á markað í Bandaríkjunum þar sem verð eru góð og allar líkur á að þau haldist þannig í náinni framtíð. „Auk þess er ætlunin að auka töluvert við laxeldið," segir Guðbergur. „Við ætlum okkur að nýta stöðuna núna í kjölfar þess að laxeldið í Chile hefur hrunið vegna sýkinga í eldisstöðvum þar í landi.Í skýrslu sem Landssambandið hefur gefið út um horfurnar næstu árin kemur fram að árið 2008 nam framleiðslan um 5.000 tonnum og áætlað er að framleiðslan verði svipuð árið 2009 og þar af um 3.000 tonn í bleikjueldi.Á næstu árum verður aukning og spáin er rúm 10.000 tonn árið 2015 og er þá miðað við hugsanlega áform þeirra fyrirtækja sem nú eru í rekstri. Mikil óvissa er þó um þessa spá þar sem ákvörðun um að hefja umfangsmikið eldi í einni eða fleiri stórum fiskeldisstöðvum getur hugsanlega aukið framleiðsluáform umtalsvert.Í bleikjueldi er áætlað að framleidd verði um 3.500 tonn árið 2010 og spáin gerir ráð fyrir 5.000-6.000tonna framleiðslu árið 2015. Eftir mikinn samdrátt í laxeldi er gert ráð fyrir mikilli aukningu og framleiðslan verði komin yfir 2.000 tonn af laxi árið 2012. Jafnframt að útflutningur á laxahrognum verði meira en 50 milljónir hrogna á ári hverju og hugsanlega einnig á laxaseiðum eins og undanfarin ár.Í þorskeldi hefur framleiðslan verið um 1.500 tonn á ári og reikna má með hægri aukningu á meðan verið er að þróa aleldi og spáin er 2.500 tonn fyrir árið 2015. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin munu áfram leiða þróun aleldis á þorski og líta á eldið sem þróunarverkefni til að meta arðsemi þess, byggja upp þekkingu og vinna að kynbótum á eldisþorski. Enn er eftir að þróa bóluefni, draga úr tjóni vegna kynþroska og auka almenna þekkingu á sjúkdómum. Ef vel tekst til við þróun þorskeldis má gera ráð fyrir uppskölun eftir 2015. Áfram er gert ráð fyrir lítilli framleiðslu í matfiskeldi á lúðu en aukningu er spáð í útflutningi á lúðuseiðum.Miðað við þau áform sem eru í sandhverfueldi í dag er gert ráð fyrir lítilsháttar aukningu. Regnbogasilungseldi hefur verið í mikilli lægð á undanförnum árum en nú eru áform um að framleiðslan verði komin yfir 1.000 tonn innan örfárra ára.Guðbergur segir að í heild sé veltan í fiskeldi á Íslandi rúmlega 3 milljarðar kr. á ári og er þá allt tekið með, seiði, hrogn, eldisfiskur og framleiðsla fyrir innanlandsmarkað. Ef fyrrgreind áform ganga eftir megi áætla að veltan í heild verði komin yfir 6 milljarða kr. árið 2015.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira