Viðskipti innlent

Engin desemberuppbót greidd til atvinnulausra

Vegna fyrirspurna vill Greiðslustofa Vinnumálastofnununar koma því á framfæri að ekki er greidd desemberuppbót úr atvinnuleysistryggingasjóði. Greiðslur verða því með hefðbundnu sniði þessi mánaðamótin.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vinnumálastofnunnar. Þar segir að í dag greiðir Vinnumálastofnun rúmlega 1,84 milljarða kr. í atvinnuleysistryggingar fyrir nóvember til um 14.100 einstaklinga.

Heildargreiðslur fyrir október námu rúmum 1,8 milljarði kr. og var þá greitt til 14.231 einstaklings.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×