Betra ESB með Lissabonsáttmálanum 1. desember 2009 06:00 Janos Herman skrifar um Evrópusambandið Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem aðildarríkin samþykktu nýlega, gengur í gildi 1. desember. Áhrif sáttmálans verða víðtæk og hann mun setja mark sitt á samskipti ESB við nágrannaríki, þ.á.m. Ísland. Sáttmálinn er niðurstaða átta ára flókinna samninga og umræðna. Leiðin að settu marki var á köflum þyrnum stráð en mikilvægast er að áfangastaðnum er nú náð. Það er ástæða til að ætla að Lissabon-sáttmálinn komi til með að styrkja ESB á að minnsta kosti þremur mikilvægum sviðum. Fyrir það fyrsta mun sáttmálinn bæta lýðræði og gagnsæi í ESB. Möguleikar almennings til áhrifa á vettvangi sambandsins aukast, til dæmis með svokölluðu „borgaralegu frumkvæði", en með því getur tiltekinn fjöldi einstaklinga haft bein áhrif á stefnu sambandsins. Völd Evrópuþingsins, sem og þjóðþinga aðildarríkjanna, aukast. Með sáttmálanum verður stofnskrá um grundvallarréttindi borgaranna (Charter of Fundamental Rights) lagalega bindandi. Einnig kveður sáttmálinn á um rétt aðildarríkja til að segja sig úr sambandinu. Í öðru lagi styrkjast innviðir sambandsins. Reglur um ákvarðanatöku verða samræmdar og meirihlutaákvarðanir innleiddar í fleiri málaflokkum. Frá og með 2014 mun ákvarðanataka í ráðherraráðinu lúta reglunni um „tvöfaldan meirihluta". Hún gerir ráð fyrir að á bak við hverja ákvörðun sé 55% atkvæða aðildarríkja og 65% af fólksfjölda sambandsins. Hinn nýkjörni forseti leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy, tekur að hluta til yfir formennsku í ESB. Aðildarríkin halda þó áfram að skiptast á um að gegna formennskuhlutverki. Í þriðja lagi verður ESB í betri stöðu til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Samningsstaða ESB styrkist samfara því að sambandið fær stöðu sjálfstæðs lögaðila. Hlutverk nýs talsmanns á sviði utanríkis- og öryggismála, Catherine Ashton, verður að samræma utanríkismálastefnu sambandsins og gera hana sýnilegri. Að auki hefur Lissabon-sáttmálinn þýðingu fyrir frekari stækkun ESB, en sterkari innviðir gera sambandinu betur kleift að taka á móti fleiri aðildarríkjum. Það er von til þess að nýtt og sterkara ESB geti um sinn hætt innri naflaskoðun og einbeitt sér að því að takast á við brýn alþjóðleg úrlausnarefni. Stundum er sagt í gamansömum tón að ESB vanti eitt símanúmer sem leiðtogar heims geti hringt í. Að hluta til er Lissabon-sáttmálanum ætlað að bæta úr þessu. En þó ég hafi mínar efasemdir um að eitt númer dugi er ég viss um að sá eða sú sem hringir mun fá skýrari svör en áður. Ég er sannfærður um að breytingarnar sem Lissabon-sáttmálinn hefur í för með sér verði jákvæðar fyrir Ísland. Almenningur, viðskiptalíf og stjórnvöld í ESB og á Íslandi hafa tengst nánum böndum ekki síst fyrir tilstilli samningsins um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samkomulagsins. Lissabon-sáttmálinn styrkir þau sameiginlegu gildi sem mynda grunninn að nánu samstarfi okkar. Árið sem senn er á enda hefur um margt verið erfitt og áhrifa alþjóðlegu fjármála- og efnahagskreppunnar gætir enn. Víða má þó sjá fyrstu batamerkin í efnahagslífi álfunnar. Það ásamt löggildingu Lissabon-sáttmálans gefur von um að betri tíð sé fram undan. Janos Herman er sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, með aðsetur í Osló. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Janos Herman skrifar um Evrópusambandið Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, sem aðildarríkin samþykktu nýlega, gengur í gildi 1. desember. Áhrif sáttmálans verða víðtæk og hann mun setja mark sitt á samskipti ESB við nágrannaríki, þ.á.m. Ísland. Sáttmálinn er niðurstaða átta ára flókinna samninga og umræðna. Leiðin að settu marki var á köflum þyrnum stráð en mikilvægast er að áfangastaðnum er nú náð. Það er ástæða til að ætla að Lissabon-sáttmálinn komi til með að styrkja ESB á að minnsta kosti þremur mikilvægum sviðum. Fyrir það fyrsta mun sáttmálinn bæta lýðræði og gagnsæi í ESB. Möguleikar almennings til áhrifa á vettvangi sambandsins aukast, til dæmis með svokölluðu „borgaralegu frumkvæði", en með því getur tiltekinn fjöldi einstaklinga haft bein áhrif á stefnu sambandsins. Völd Evrópuþingsins, sem og þjóðþinga aðildarríkjanna, aukast. Með sáttmálanum verður stofnskrá um grundvallarréttindi borgaranna (Charter of Fundamental Rights) lagalega bindandi. Einnig kveður sáttmálinn á um rétt aðildarríkja til að segja sig úr sambandinu. Í öðru lagi styrkjast innviðir sambandsins. Reglur um ákvarðanatöku verða samræmdar og meirihlutaákvarðanir innleiddar í fleiri málaflokkum. Frá og með 2014 mun ákvarðanataka í ráðherraráðinu lúta reglunni um „tvöfaldan meirihluta". Hún gerir ráð fyrir að á bak við hverja ákvörðun sé 55% atkvæða aðildarríkja og 65% af fólksfjölda sambandsins. Hinn nýkjörni forseti leiðtogaráðs ESB, Herman Van Rompuy, tekur að hluta til yfir formennsku í ESB. Aðildarríkin halda þó áfram að skiptast á um að gegna formennskuhlutverki. Í þriðja lagi verður ESB í betri stöðu til að láta að sér kveða á alþjóðavettvangi. Samningsstaða ESB styrkist samfara því að sambandið fær stöðu sjálfstæðs lögaðila. Hlutverk nýs talsmanns á sviði utanríkis- og öryggismála, Catherine Ashton, verður að samræma utanríkismálastefnu sambandsins og gera hana sýnilegri. Að auki hefur Lissabon-sáttmálinn þýðingu fyrir frekari stækkun ESB, en sterkari innviðir gera sambandinu betur kleift að taka á móti fleiri aðildarríkjum. Það er von til þess að nýtt og sterkara ESB geti um sinn hætt innri naflaskoðun og einbeitt sér að því að takast á við brýn alþjóðleg úrlausnarefni. Stundum er sagt í gamansömum tón að ESB vanti eitt símanúmer sem leiðtogar heims geti hringt í. Að hluta til er Lissabon-sáttmálanum ætlað að bæta úr þessu. En þó ég hafi mínar efasemdir um að eitt númer dugi er ég viss um að sá eða sú sem hringir mun fá skýrari svör en áður. Ég er sannfærður um að breytingarnar sem Lissabon-sáttmálinn hefur í för með sér verði jákvæðar fyrir Ísland. Almenningur, viðskiptalíf og stjórnvöld í ESB og á Íslandi hafa tengst nánum böndum ekki síst fyrir tilstilli samningsins um evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samkomulagsins. Lissabon-sáttmálinn styrkir þau sameiginlegu gildi sem mynda grunninn að nánu samstarfi okkar. Árið sem senn er á enda hefur um margt verið erfitt og áhrifa alþjóðlegu fjármála- og efnahagskreppunnar gætir enn. Víða má þó sjá fyrstu batamerkin í efnahagslífi álfunnar. Það ásamt löggildingu Lissabon-sáttmálans gefur von um að betri tíð sé fram undan. Janos Herman er sendiherra framkvæmdastjórnar ESB gagnvart Íslandi og Noregi, með aðsetur í Osló.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar