Handbolti

Sigrar hjá Kiel og Löwen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Stefánsson var rólegur í kvöld.
Ólafur Stefánsson var rólegur í kvöld.

Tveir leikir fóru fram í þýska handboltanum í kvöld þar sem fjöldi íslenskra handboltamanna kom við sögu.

Kiel sótti nágranna sína í Flensburg heim og vann öruggan sigur, 33-41. Aron Pálmarsson komst ekki á blað hjá Kiel en Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Flensburg.

Rhein-Neckar Löwen heimsótti Hannover Burgdorf og vann einnig öruggan sigur, 24-34.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í liði Löwen með átta mörk, Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö mörk úr vítum en Ólafur Stefánsson skoraði aðeins einu sinni.

Hannes Jón Jónsson komst ekki á blað hjá Burgdorf. Andrius Stelmokas, fyrrum KA-maður, skoraði tvö mörk fyrir liðið og Robertas Pauzuolis, fyrrum Haukamaður, skoraði eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×