Erlent

Mótmæli á fundi AGS í Istanbúl

Óli Tynes skrifar

Tyrkneska lögreglan beitti táragasi og vatnsfallbyssum til þess að leysa upp mótmælafund gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum sem nú stendur yfir í Istanbúl.

Lögreglan handtók átta manns fyrir að henda bensínsprengjum í grennd við samkomumiðstöð þar sem fulltrúar gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans voru við setningarathöfn.

Á fundinum verður meðal annars rætt um framtíðarhlutverk Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn hefur legið undir ámæli fyrir að setja of ströng skilyrði fyrir lánveitingum.

Einnig verður tekist á um valdahlutföll. Þróunarríki segja að iðnríki ráði lögum og lofum í sjóðnum og vilja fá meiri áhrif.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×