Landnám Ísraela ógnar friðarferli 29. desember 2009 01:15 Hús tekið Palestínsk kona horfir á ísraelskan landtökumann bera eigur palestínskrar fjölskyldu út úr húsi í Austur-Jerúsalem í byrjun mánaðarins þegar ísraelsk fjölskylda tók yfir hús í hverfi araba. Fréttablaðið/AP Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni Palestínumanna og frá Bandaríkjunum sem hafa fordæmt áætlunina og sagt hana stein í götu friðarferlis á svæðinu. Deilan um yfirráð yfir Austur-Jerúsalem er einhver sú harðasta í átökum Ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn segja Austur-Jerúsalem vera höfuðborg framtíðarríkis þeirra og líta á byggðir Ísraela þar sem landtökubyggðir. Ísrael segir borgina alla höfuðborg þeirra að eilífu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hægt yrði á landtöku á Vesturbakkanum í von um að fá Palestínumenn aftur að viðræðuborðinu. Tilskipunin náði hins vegar ekki til Austur-Jerúsalems, en þar er að finna helga staði jafnt gyðinga, múslima og kristinna manna. „Við gerum greinarmun á Vesturbakkanum og Jerúsalem. Jerúsalem er höfuðborg okkar og verður það áfram,“ segir Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. Húsnæðisráðuneyti landsins segist hafa heimilað byggingu 692 nýrra íbúða í þremur hverfum Ísraela þar sem þegar búi tugir þúsunda fólks. Ísrael hertók austurhluta Jerúsalem árið 1967 og innlimaði þegar í ríki sitt. Innlimunin hefur ekki hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. „Við fordæmum áframhaldandi landtökustefnu Ísraels og vonum að þetta verði til þess að opna augu Bandaríkjastjórnar og annarra stjórnvalda heims fyrir vandanum,“ segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínustjórnar. Palestínumenn hafa neitað að hefja aftur friðarviðræður, sem hættu fyrir ári þegar Ísraelsher réðst inn í Gasaborg, fyrr en Netanjahú stöðvar uppbyggingu landtökubyggða á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Bandaríkjastjórn hefur mánuðum saman reynt að koma viðræðum aftur af stað. Nafnlaus heimildarmaður í stjórnkerfi Ísrael segir að Bandaríkjunum hafi verið kynnt áformin um nýju byggðirnar. Heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir ákvörðunina hins vegar áfall fyrir friðarferlið og kvað einhliða aðgerðir sem þessar flækja vandann og draga úr líkum á því að friðarviðræður geti hafist að nýju. Formlegra viðbragða er enn beðið frá Washington. olikr@frettabladid.is Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Byggðar verða nærri 700 nýjar íbúðir í Austur-Jerúsalem samkvæmt ákvörðun sem Ísraelsstjórn kynnti í gær. Ákvörðunin hefur sætt harðri gagnrýni Palestínumanna og frá Bandaríkjunum sem hafa fordæmt áætlunina og sagt hana stein í götu friðarferlis á svæðinu. Deilan um yfirráð yfir Austur-Jerúsalem er einhver sú harðasta í átökum Ísraela og Palestínumanna. Palestínumenn segja Austur-Jerúsalem vera höfuðborg framtíðarríkis þeirra og líta á byggðir Ísraela þar sem landtökubyggðir. Ísrael segir borgina alla höfuðborg þeirra að eilífu. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti fyrir nokkrum vikum að hægt yrði á landtöku á Vesturbakkanum í von um að fá Palestínumenn aftur að viðræðuborðinu. Tilskipunin náði hins vegar ekki til Austur-Jerúsalems, en þar er að finna helga staði jafnt gyðinga, múslima og kristinna manna. „Við gerum greinarmun á Vesturbakkanum og Jerúsalem. Jerúsalem er höfuðborg okkar og verður það áfram,“ segir Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar. Húsnæðisráðuneyti landsins segist hafa heimilað byggingu 692 nýrra íbúða í þremur hverfum Ísraela þar sem þegar búi tugir þúsunda fólks. Ísrael hertók austurhluta Jerúsalem árið 1967 og innlimaði þegar í ríki sitt. Innlimunin hefur ekki hlotið viðurkenningu alþjóðasamfélagsins. „Við fordæmum áframhaldandi landtökustefnu Ísraels og vonum að þetta verði til þess að opna augu Bandaríkjastjórnar og annarra stjórnvalda heims fyrir vandanum,“ segir Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínustjórnar. Palestínumenn hafa neitað að hefja aftur friðarviðræður, sem hættu fyrir ári þegar Ísraelsher réðst inn í Gasaborg, fyrr en Netanjahú stöðvar uppbyggingu landtökubyggða á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Bandaríkjastjórn hefur mánuðum saman reynt að koma viðræðum aftur af stað. Nafnlaus heimildarmaður í stjórnkerfi Ísrael segir að Bandaríkjunum hafi verið kynnt áformin um nýju byggðirnar. Heimildarmaður innan bandaríska stjórnkerfisins segir ákvörðunina hins vegar áfall fyrir friðarferlið og kvað einhliða aðgerðir sem þessar flækja vandann og draga úr líkum á því að friðarviðræður geti hafist að nýju. Formlegra viðbragða er enn beðið frá Washington. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira