Viðskipti innlent

Bakkavör stærsta fyrirtækið

Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör fyrir rúmum tuttugu árum.Fréttablaðið/VIlhelm
Þeir Ágúst og Lýður Guðmundssynir stofnuðu Bakkavör fyrir rúmum tuttugu árum.Fréttablaðið/VIlhelm

Bakkavör trónir á toppnum yfir stærstu fyrirtæki landsins, með rúmlega 257 milljarða króna veltu í fyrra, á lista tímaritsins Frjálsrar verslunar yfir þrjú hundruð stærstu íslensku fyrirtækin. Nokkur umskipti hafa orðið á listanum frá í fyrra eftir hrunið. Bakkavör var áður í fjórða sæti.

Í öðru sæti er samheitalyfjarisinn Actavis með 188,5 milljarða króna veltu á síðasta ári.

Samkvæmt mati tímaritsins nemur verðmæti NBI (Landsbankans), sem er í þriðja sæti, 180 milljörðum króna. Það er áttatíu milljörðum meiri velta hjá Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×