“Það er ævintýri líkast að vinna fyrstu keppnina,” sagði Jenson Button eftir að Brawn-Mercedes hrósaði sigri í fyrstu Formúlu-1 keppni ársins í Ástralíu í nótt. Button varð fyrstur yfir línuna og liðsfélagi hans Rubens Barichello annar. Jarno Trulli á Toyota varð þriðji.
“Sumir segja kannski að það hafi verið leiðinlegt að öryggisbíllinn hafi verið úti þegar keppninni lauk en mér er alveg sama. Ég vann keppnina og það er það eina sem skipti máli,” sagði Button en bíllinn fór út eftir árekstur undir lokin.
“Þetta leit kannski út fyrir að vera auðvelt, en það var það svo sannarlega ekki,” bætti hann við, en Bretinn hafði forystu frá upphafi til enda í Ástralíu.
Button: Ævintýri líkast
Hjalti Þór Hreinsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni
Íslenski boltinn


„Orðið sem ég nota er forréttindapési“
Handbolti


Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH
Íslenski boltinn