Handbolti

Öruggur sigur Kiel á Löwen

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Þýskalandsmeistara Kiel. Nordicphotos/GettyImages
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu öruggan sigur á Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalksdeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen í 33-28 sigri Kiel.

Alfreð sagði í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að hann væri ánægður með sigurinn en að spilamennskan hefði getað verið betri. Leikurinn var sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Hamburg er þar með komið upp fyrir Löwen í annað sætið en það vann Minden 25-31. Gylfi Gylfason skoraði tvö mörk fyrir Minden.

Vignir Svavarsson skoraði sex mörk fyrir Lemgo sem tapaði 27-28 fyrir Flensburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×