Viðskipti innlent

Líkur á talsverðri verðbólguhækkun í september

Höfuðstöðvar Íslandsbanka.
Höfuðstöðvar Íslandsbanka.
Vísitalan mun að öllum líkindum hækka nokkuð í september, enda á hluti útsöluáhrifa enn eftir að ganga til baka auk þess sem lækkun krónunnar undanfarnar vikur hefur býsna fljótt áhrif á verð þeirra neysluvara sem næmastar eru fyrir gengisbreytingum, svo sem matvöru og eldsneytis. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Greiningardeildin telur að hækkunin muni nema að minnsta kosti 0,5% í næsta mánuði. Hvað síðan gerist veltur algerlega á þróun krónunnar, sem er nánast eini verðbólguvaldurinn þessa dagana ef frá eru taldar hækkanir á neyslusköttum og verðskrárhækkanir opinberra fyrirtækja.

Í september er samt von á því að ársverðbólgan hjaðni og verður hún þá samkvæmt bráðabirgðaspá Greiningardeildarinnar 10,5% en hún var 18,6% í upphafi árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×