Viðskipti innlent

Bakkavör óskar eftir afskráningu úr kauphöllinni

Stjórn Bakkavör Group hf hefur í dag ákveðið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins í kauphöllinni. Skuldabréf félagsins verða áfram skráð á markaði. Eigendur 44% hlutafjár styðja þessa ákvörðun um afskráningu hlutabréfanna.

Í tilkynningu segir að þessi ákvörðun er byggð á mati stjórnarinnar á núverandi stöðu íslensks hlutabréfamarkaðar og óvissu með þróun hans, lítillar veltu með bréf félagsins auk þess sem að innlendur banki ákvað nýlega að hætta viðskiptavakt með bréf félagsins. Jafnframt fylgir mikill kostnaður skráningu bréfanna. Stjórnin telur því að það þjóni hagsmunum hluthafa og félagsins að afskrá félagið.

Stjórnin mun óska þess að bréfin verði afskráð hið fyrsta. Væntanleg afskráning hefur ekki áhrif á starfsemi félagsins og eignarhald þess er óbreytt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×