Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan lækkar

Viðsnúningur varð á úrvalsvísitölunni í dag en hún lækkaði í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Nam lækkun OMX16 vísitölunnar 0,7% og stendur hún í rúmum 809 stigum.

Það var Föroya Banki sem olli lækkuninni en hlutir í honum lækkuðu um 2,2%. Hinsvegar hækkaði Bakkavör um 7,8%, Össur um 1,6% og Marel um 1,4%.

Skuldabréfaveltan nam rúmlega 17 milljörðum í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×