Viðskipti innlent

Spá Seðlabankans svartsýnni en í maí

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands
Uppfærð spá Seðlabankans gerir ráð fyrir meiri samdrætti landsframleiðslu næstu tvö árin en maíspá bankans. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans sem gefin voru út í dag.

Þar er gert ráð fyrir rúmlega tveggja prósenta samdrætti í stað tæplega eins prósents á næsta ári.

Horfur fyrir árið 2011 hafa einnig versnað, en þá er spáð um eins prósents hagvexti í stað um tveggja og hálfs áður.

Tvær meginástæður eru gefnar fyrir hægari vexti landsframleiðslu næstu tvö árin en gert var ráð fyrir í maíspánni.

Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir samdrætti einkaneyslu, einkum vegna aukinnar skattheimtu og niðurskurðar tilfærsluútgjalda ríkisins.

Í öðru lagi er gert ráð fyrir enn frekari seinkun fjárfestingar í áliðnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×