Ábyrg efnanotkun 27. ágúst 2009 06:00 Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun