Ábyrg efnanotkun 27. ágúst 2009 06:00 Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að allt í kringum okkur má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg, vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Efni geta haft hættulega eiginleika, verið ertandi, ætandi og jafnvel eitruð og sýnt hefur verið fram á tengsl ýmissa efna við ákveðna sjúkdóma. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru á markaði í dag og meirihluti þeirra hefur ekki þurft að fara í gegnum áhættumat. Til að bæta úr þessu hefur ný reglugerð, sem kallast REACH verið innleidd á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Hún tók gildi á Íslandi þann 6. júní 2008. REACH er markvisst eftirlitskerfi fyrir efni og efnavörur. Meginmarkmiðið er að vernda heilsu manna og umhverfi, liðka fyrir samkeppni í efnaiðnaði og efla þróun nýrra efna innan EES. Takmarkið er metnaðarfullt: Að hafa eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin umbyltir efnavörumarkaði innan EES því við innleiðingu hennar fluttist ábyrgð á áhættumati efna frá yfirvöldum yfir á framleiðendur þeirra og innflytjendur. REACH nær til allra efna, með ákveðnum undantekningum þó, sem framleidd eru eða flutt inn á EES í meira magni en sem nemur einu tonni á ári. REACH nær bæði til efna í iðnaðarferlum og efna sem eru í kringum okkur frá degi til dags eins og t.d. í málningu, húsgögnum og raftækjum. Við áhættumat á efnum er mikið lagt upp úr samnýtingu upplýsinga til þess að koma í veg fyrir óþarfa endurtekningar á tilraunum og þá sérstaklega dýratilraunum. Því eru myndaðir upplýsingahópar (SIEF) um hvert efni þar sem upplýsingum er miðlað og kostnaði dreift. Það er stórt og viðamikið verkefni að ná utan um öll efni á markaði innan EES. Fyrsta skrefið var svokölluð forskráning efna sem lauk 1. desember 2008. Fyrirtæki sem ekki forskráðu skráningarskyld efni mega ekki hafa efni sín á markaði fyrr en fullnaðarskráningu er lokið og skráningargjald greitt. Næsta skref er þátttaka í upplýsingahópum og er mikilvægt að fyrirtæki hefji þá vinnu sem allra fyrst til þess að lenda ekki í tímaþröng með skráningu. Öllum nýjum reglum þarf að fylgja eftir og kanna hvort eftir þeim sé farið. Fyrsta samræmda eftirlitsverkefni REACH undir stjórn Efnastofnunar Evrópu verður unnið á þessu ári. Eftirlitsaðilar í hverju landi fyrir sig munu kanna forskráningu og skráningu efna hjá fyrirtækjum og hvort öryggisblöð fylgi þeim efnum þar sem þess er krafist. Eftirlit með REACH hér á landi er í umsjón Umhverfisstofnunar, sem fer einnig með framkvæmd þess, ásamt heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Markmið REACH er að vernda heilsu okkar og umhverfi. Forsenda þess að það takist er að skráning efna gangi vel. Því er mikilvægt að framleiðendur og innflytjendur skrái efni sín og efnavörur. Það er í hag fyrirtækja, sem ábyrgra þátttakenda í samfélagi okkar allra, að sýna fram á að vörur þeirra uppfylli öryggiskröfur. Frekari upplýsingar um REACH má finna á umhverfisstofnun.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun