Orkuverð á Íslandi samkeppnishæft á öllum sviðum Gunnar Örn Jónsson skrifar 11. ágúst 2009 14:05 Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin. Íslenskir orkusalar hafa aðspurðir sagt orkuverð til stóriðju hérlendis vera nálægt meðallagi þess verðs sem slík fyrirtæki greiða á heimsvísu. Í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um áhrif stóriðjuframkvæmda á íslenskt efnahagslíf, sem unnin er fyrir iðnaðarráðuneytið, er meðal annars komið inn á þetta mál. Í skýrslunni segir meðal annars: „Raforkuverð til álvera á Íslandi er bundið í langtímasamningum og er það verð ekki gert opinbert. Út frá ársreikningum Landsvirkjunar má þó ætla að það hafi hin síðustu ár verið á bilinu 25-28 mills á kílówattstund. Til samanburðar má nefna að samkvæmt World Bureau of Metal Statistics var meðalverð í heiminum árið 2007, 27 mills á kílówattstund. Verð hér virðist því vera á sama bili og annars staðar að jafnaði." Samorka, samtök orku og veitufyrirtækja, skrifar ítarlega um þessi mál á heimasíðu sinni í dag. Samorka hefur engar frekari upplýsingar um raforkuverð til stóriðju og getur því ekki staðfest ofangreinda ályktun Hagfræðistofnunar. Hins vegar er ástæða til að vekja athygli á þessari niðurstöðu stofnunarinnar þar sem því er iðulega haldið fram að orkuverð til stóriðju sé með lægsta móti hérlendis.Ódýr orka til heimila hérlendis Um 80% raforkunnar hér á landi fara til stóriðju. Raforkuverð til heimila og almenns atvinnurekstrar er mun lægra hérlendis en í flestum okkar nágrannalöndum. Þannig kostar meðalheimilisnotkun á rafmagni í Reykjavík einungis um fjórðung af því sem hún kostar í Kaupmannahöfn. Ennfremur hefur almennt raforkuverð farið lækkandi hér á landi árum saman, að teknu tilliti til þróunar vísitölu verðlags, samhliða aukinni raforkusölu til stóriðju. Samorka segir að þrátt fyrir að allt þetta liggi fyrir vilja sumir halda því fram að almenningur sé að niðurgreiða raforkuna til stóriðjunnar. Vandséð er hvernig það ætti að geta staðist, í ljósi framangreindra atriða.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira