Kreppumálsóknir eru að sliga danska dómstóla 16. október 2009 09:42 Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Staflarnir af óafgreiddum nauðungarsölumálum, gjaldþrota- og innheimtumálum hafa margfaldast á örfáum árum. Skaðinn er mikill fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga fé inni hjá skuldurum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Politiken segir Torben Kuld Hansen dómari við Sö- og Handelsretten að þar á bæ hafi menn aldrei áður upplifað aðra eins fjölgun mála. „Þetta er langtum verra en þegar netbólan sprakk árið 2000," segir Hansen. Hansen segir að þessi mikla fjölgun mála, og vangeta dómstóla til að anna þeim, kosti samfélagið mikið. „Fyrr en við getum afgreitt málin er fjöldi af lánadrottnum um allt land sem fá ekki peninga sína," segir Hansen. „Slíkt skapar dómínó-áhrif því þegar fyrirtækin fá ekki sína peninga eiga þau í vandræðum með að borga birgjum sínum sem aftur leiðir til hættu á gjaldþrotum." Fram kemur í Politiken að þótt dómstólar afgreiði mál frá sér hraðar en áður dugi það ekki til að grynnka á málafjöldanum. Sem dæmi má nefna að óafgreidd mál við Fógetaréttinn í Kaupmannahöfn hafa vaxið úr 21.600 á fyrri helming ársins 2006 og upp í 54.800 á fyrri helming ársins í ár. Politiken greinir frá dæmi þar sem lítið tölvufyrirtæki í Kaupmannahöfn sem stefnt hefur einum viðskiptavina sinna vegna kröfu upp á 2 milljónir danskra kr. þarf að bíða í 14 mánuði eftir því að málið verði tekið fyrir. Engin dómari er á lausu fyrr en þá. Karsten Müller formaður samtaka danskra innheimtulögmanna segir að á sumum stöðum í dómskerfinu taki mál mun lengri tíma en áður. „Dómsmál sem áður tók um þrjá mánuði að afgreiða geta nú staðið yfir í eitt ár," segir Müller. „Afleiðingin er að það skortir fé til fyrirtækja og slíkt smitar út frá sér." Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Danskir dómstólar fá nú svo mörg mál tengd efnahagskreppunni inn á borð til sín að þeir geta engan veginn annað vinnuálaginu. Staflarnir af óafgreiddum nauðungarsölumálum, gjaldþrota- og innheimtumálum hafa margfaldast á örfáum árum. Skaðinn er mikill fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem eiga fé inni hjá skuldurum. Í umfjöllun um málið í blaðinu Politiken segir Torben Kuld Hansen dómari við Sö- og Handelsretten að þar á bæ hafi menn aldrei áður upplifað aðra eins fjölgun mála. „Þetta er langtum verra en þegar netbólan sprakk árið 2000," segir Hansen. Hansen segir að þessi mikla fjölgun mála, og vangeta dómstóla til að anna þeim, kosti samfélagið mikið. „Fyrr en við getum afgreitt málin er fjöldi af lánadrottnum um allt land sem fá ekki peninga sína," segir Hansen. „Slíkt skapar dómínó-áhrif því þegar fyrirtækin fá ekki sína peninga eiga þau í vandræðum með að borga birgjum sínum sem aftur leiðir til hættu á gjaldþrotum." Fram kemur í Politiken að þótt dómstólar afgreiði mál frá sér hraðar en áður dugi það ekki til að grynnka á málafjöldanum. Sem dæmi má nefna að óafgreidd mál við Fógetaréttinn í Kaupmannahöfn hafa vaxið úr 21.600 á fyrri helming ársins 2006 og upp í 54.800 á fyrri helming ársins í ár. Politiken greinir frá dæmi þar sem lítið tölvufyrirtæki í Kaupmannahöfn sem stefnt hefur einum viðskiptavina sinna vegna kröfu upp á 2 milljónir danskra kr. þarf að bíða í 14 mánuði eftir því að málið verði tekið fyrir. Engin dómari er á lausu fyrr en þá. Karsten Müller formaður samtaka danskra innheimtulögmanna segir að á sumum stöðum í dómskerfinu taki mál mun lengri tíma en áður. „Dómsmál sem áður tók um þrjá mánuði að afgreiða geta nú staðið yfir í eitt ár," segir Müller. „Afleiðingin er að það skortir fé til fyrirtækja og slíkt smitar út frá sér."
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira