Meirihlutinn vill skutlið áfram 16. október 2009 06:00 Fyrir ári fluttu fulltrúar Samfylkingar og VG í Umhverfis- og samgönguráði tillögu um að hefja þegar vinnu við mótun grænnar samgöngustefnu í hverfum borgarinnar í samvinnu við hverfisráð, frístundaaðila, íbúasamtök og aðra sem málið varðar. Markmiðið var að börn og fullorðnir gætu á öruggan og auðveldan hátt komist á milli staða í hverfinu án þess að nota bíl og áhersla var lögð á að eyða þörfinni fyrir skutl. Tillagan var söltuð af meirihlutanum, sem þó bókaði um hana fögur orð. Hverfisráð Grafarvogs tók svo tillöguna upp í vor og samþykkti einróma að láta vinna samgöngustefnu fyrir Grafarvog. Var undirrituðum falin umsjón verkefnisins. Nú hafa allir grunn- og leikskólar hverfisins og stórir aðilar í frístundastarfi tekið þátt í því starfi. Stefnunni hefur verið vel tekið af foreldrum og nemendum, sem nýverið settu Íslandsmet í hjólalest. Næsta skref er að minnka þörfina fyrir skutl með því að samræma hringleiðir strætó og frístundastarf í hverfinu. Reynslan af verkefninu er framar vonum en undirstrikar þörfina á að kjörnir fulltrúar láti sig málið varða, tengi saman aðila í hverfinu og fylgi verkefninu eftir í stjórnsýslunni. Í þessu ljósi var tillaga Samfylkingar og VG endurflutt á síðasta fundi Umhverfis- og samgönguráðs. Viðbrögð meirihlutans komu á óvart – tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki væri æskilegt að borgin hefði frumkvæði að slíkri stefnu. Það gæti dregið úr frumkvæði íbúanna sjálfra. Þetta er undarleg afstaða hjá kjörnum fulltrúum meirihlutans. Þegar fundist hefur markviss leið til að draga úr skutli, efla öryggi og heilbrigði barna og góðan hverfisbrag vilja þeir ekki hafa frumkvæði að henni. Vilja ekki miðla bestu aðferðum á milli hverfa, ryðja úr vegi hindrunum og flýta fyrir því að öll hverfi borgarinnar fái græna samgöngustefnu sem sérstaklega er sniðin að þeirra þörfum. Meirihlutinn vill bíða eftir frumkvæði íbúa sjálfra. Það er gott umhugsunarefni fyrir foreldra í löngum og tíðum skutlferðum í vetur. Hugsanlega mun frumkvæði íbúa í vor koma meirihlutanum á óvart. Höfundur er varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar í umhverfis- og samgöngumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fyrir ári fluttu fulltrúar Samfylkingar og VG í Umhverfis- og samgönguráði tillögu um að hefja þegar vinnu við mótun grænnar samgöngustefnu í hverfum borgarinnar í samvinnu við hverfisráð, frístundaaðila, íbúasamtök og aðra sem málið varðar. Markmiðið var að börn og fullorðnir gætu á öruggan og auðveldan hátt komist á milli staða í hverfinu án þess að nota bíl og áhersla var lögð á að eyða þörfinni fyrir skutl. Tillagan var söltuð af meirihlutanum, sem þó bókaði um hana fögur orð. Hverfisráð Grafarvogs tók svo tillöguna upp í vor og samþykkti einróma að láta vinna samgöngustefnu fyrir Grafarvog. Var undirrituðum falin umsjón verkefnisins. Nú hafa allir grunn- og leikskólar hverfisins og stórir aðilar í frístundastarfi tekið þátt í því starfi. Stefnunni hefur verið vel tekið af foreldrum og nemendum, sem nýverið settu Íslandsmet í hjólalest. Næsta skref er að minnka þörfina fyrir skutl með því að samræma hringleiðir strætó og frístundastarf í hverfinu. Reynslan af verkefninu er framar vonum en undirstrikar þörfina á að kjörnir fulltrúar láti sig málið varða, tengi saman aðila í hverfinu og fylgi verkefninu eftir í stjórnsýslunni. Í þessu ljósi var tillaga Samfylkingar og VG endurflutt á síðasta fundi Umhverfis- og samgönguráðs. Viðbrögð meirihlutans komu á óvart – tillögunni var vísað frá með þeim rökum að ekki væri æskilegt að borgin hefði frumkvæði að slíkri stefnu. Það gæti dregið úr frumkvæði íbúanna sjálfra. Þetta er undarleg afstaða hjá kjörnum fulltrúum meirihlutans. Þegar fundist hefur markviss leið til að draga úr skutli, efla öryggi og heilbrigði barna og góðan hverfisbrag vilja þeir ekki hafa frumkvæði að henni. Vilja ekki miðla bestu aðferðum á milli hverfa, ryðja úr vegi hindrunum og flýta fyrir því að öll hverfi borgarinnar fái græna samgöngustefnu sem sérstaklega er sniðin að þeirra þörfum. Meirihlutinn vill bíða eftir frumkvæði íbúa sjálfra. Það er gott umhugsunarefni fyrir foreldra í löngum og tíðum skutlferðum í vetur. Hugsanlega mun frumkvæði íbúa í vor koma meirihlutanum á óvart. Höfundur er varaborgarfulltrúi og talsmaður borgarstjórnarflokks Samfylkingar í umhverfis- og samgöngumálum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar