Frekari lækkun íbúðaverðs er óhjákvæmileg 16. október 2009 10:48 Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi er frekari lækkun á íbúðaverði óhjákvæmileg að mati greiningar Íslandsbanka. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi nýrra óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að auki er atvinnuleysi vaxandi á næstunni, fólksflótti mun verða nokkur úr landi, ráðstöfunartekjur munu lækka frekar, skattar munu hækka og greiðsluerfiðleikar heimilanna vera talsverðir. Þessir þættir munu draga enn úr spurn eftir íbúðum. Opinberar spár um þróun húsnæðisverðs á næstu misserum gera ráð fyrir frekari verðlækkunum á fasteignamarkaði. Samkvæmt þeim mun íbúðaverð lækka hátt í 50% að raunvirði frá því að hápunktinum var náð áður en yfirstandandi lægð lýkur á fasteignamarkaði árið 2011. Gangi þessar spár eftir er enn nokkur verðlækkun í pípunum þó að hið mesta sé afstaðið. Frá því að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu náði toppi í byrjun síðasta árs hefur það lækkað um 12,2% að nafnvirði og um tæplega 36% að raunvirði. Á sama tíma hefur íbúðaverð verið að lækka í löndunum umhverfis okkur enda hefur fjármálakreppan komið víða við og verðbólan sem varð í aðdraganda hennar var stór í mörgum löndum og sprakk í kjölfarið með tilheyrandi lækkunum. Í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því hve mikil húsnæðisverðslækkunin hefur verið í einstökum löndum í lækkuninni nú kemur í ljós að lækkunin hefur verið með því mesta hér að raunvirði. Samanburðurinn tekur til 52 landa og er lækkunin mæld frá fyrsta fjórðungi 2008 til fyrsta fjórðungs 2009. Lækkunin hér er sú fimmta mesta á meðal þessara landa en meiri hefur lækkunin verið í Lettlandi (57%), Eistlandi (36%), Sameinuðu furstadæmunum (35%) og Litháen (26%). Að meðaltali lækkaði raunverð íbúðarhúsnæðis um 7% í þessum 52 löndum á þessu eina ári en nú virðist botninn víða vera kominn í húsnæðislækkunum. Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi er frekari lækkun á íbúðaverði óhjákvæmileg að mati greiningar Íslandsbanka. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi nýrra óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að auki er atvinnuleysi vaxandi á næstunni, fólksflótti mun verða nokkur úr landi, ráðstöfunartekjur munu lækka frekar, skattar munu hækka og greiðsluerfiðleikar heimilanna vera talsverðir. Þessir þættir munu draga enn úr spurn eftir íbúðum. Opinberar spár um þróun húsnæðisverðs á næstu misserum gera ráð fyrir frekari verðlækkunum á fasteignamarkaði. Samkvæmt þeim mun íbúðaverð lækka hátt í 50% að raunvirði frá því að hápunktinum var náð áður en yfirstandandi lægð lýkur á fasteignamarkaði árið 2011. Gangi þessar spár eftir er enn nokkur verðlækkun í pípunum þó að hið mesta sé afstaðið. Frá því að húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu náði toppi í byrjun síðasta árs hefur það lækkað um 12,2% að nafnvirði og um tæplega 36% að raunvirði. Á sama tíma hefur íbúðaverð verið að lækka í löndunum umhverfis okkur enda hefur fjármálakreppan komið víða við og verðbólan sem varð í aðdraganda hennar var stór í mörgum löndum og sprakk í kjölfarið með tilheyrandi lækkunum. Í nýlegri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því hve mikil húsnæðisverðslækkunin hefur verið í einstökum löndum í lækkuninni nú kemur í ljós að lækkunin hefur verið með því mesta hér að raunvirði. Samanburðurinn tekur til 52 landa og er lækkunin mæld frá fyrsta fjórðungi 2008 til fyrsta fjórðungs 2009. Lækkunin hér er sú fimmta mesta á meðal þessara landa en meiri hefur lækkunin verið í Lettlandi (57%), Eistlandi (36%), Sameinuðu furstadæmunum (35%) og Litháen (26%). Að meðaltali lækkaði raunverð íbúðarhúsnæðis um 7% í þessum 52 löndum á þessu eina ári en nú virðist botninn víða vera kominn í húsnæðislækkunum.
Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent