Brenton: Við erum með nóg af mönnum sem geta skorað 25. mars 2009 14:37 Brenton Birmingham Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu. Dominos-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Brenton Birmingham setti á svið sýningu síðast þegar Grindvíkingar sóttu Snæfellinga heim í Iceland Express deildinni. Liðin mætast í kvöld öðru sinni í undanúrslitaeinvígi sínu eftir að Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn. Vísir setti sig í samband við Brenton Birmingham og spurði hann út í leik kvöldsins og stórleik hans sjálfs í Hólminum þann 1. mars þegar hann skoraði 48 stig. "Við förum inn í þennan leik í kvöld með það í huga að staðan í einvíginu sé jöfn 0-0. Við höfum ekki gert neitt ennþá annað en að verja heimavöllinn og Snæfell mun berjast fyrir lífi sínu til að gera það sama í kvöld," sagði Brenton. Grindvíkingar fóru á kostum í fyrsta leiknum í fyrrakvöld og unnu 110-82 stórsigur, þar sem þeir náðu að keyra upp hraðann og hittu vel úr langskotunum. Við spurðum Brenton hvort Grindvíkingar ætluðu að bjóða upp á svipaða takta í kvöld. "Grindavíkurliðið hefur aldrei verið í vandræðum með að skora og það sama á við í dag. Við erum hinsvegar að reyna að breyta þessum hugsunarhætti dálítið núna og einbeita okkur meira að varnarleiknum. Sóknarleikurinn mun alltaf koma hjá okkur, við höfum engar áhyggjur af því, en vörnin er aðalmálið og við verðum að reyna að halda Snæfellingum niðri í sínum sóknarleik," sagði Brenton. "Snæfellsliðið vill halda stigaskorinu í kring um 70 stigin, spila grimma vörn og vinna baráttuna um fráköstin, en við viljum auðvitað spila hraðar. Þetta verður spurning um það hvort liðið nær að spila sinn leik." Brenton átti sannkallaðan stórleik þegar liðin mættust í Stykkishólmi þann 1. mars sl. Þar skoraði hann 48 stig og setti 9 þrista í eins stigs tapi Grindavíkur 89-88. Við spurðum Brenton hvort hann yrði með þann leik á bak við eyrað þegar hann stígur inn á völlinn í kvöld. "Það getur vel verið að maður hugsi um það, en ég er ekki maður sem stígur inn á völlinn og hugsar með sér að hann verði að skora mikið - sérstaklega ekki í seinni tíð. Ég reyni bara að skila mínu fyrir liðið. Í leiknum á móti Snæfelli forðum hitti ég úr tveimur fyrstu skotunum mínum og datt í stuð og þjálfarinn sagði strákunum að koma boltanum til mín af því ég var heitur. Við erum samt með nóg af strákum sem geta skorað og mér er alveg sama hvað ég skora mikið af við vinnum leikinn," sagði þessi geðþekki leikmaður. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Vísir mun fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu úr Fjárhúsinu.
Dominos-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira