Samspil peningastefnunefndar og AGS er umhugsunarefni 18. desember 2009 11:57 Samspil ákvarðana peningastefnunefndar Seðlabankans og skoðana Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á því hvað sé rétt að gera í peningamálum hefur verið umhugsunarefni á þessu fyrsta starfsári nefndarinnar.Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta starfsár nefndarinnar. Þar segir að nefndarmenn segja sjálfir að þeir hlusti á orð sjóðsins sem ráðgefandi aðila.Hinsvegar virðast flestir telja að ítök sjóðsins í ákvörðunum nefndarinnar séu meiri en það vegna þess valds sem sjóðurinn hefur við uppbyggingu efnahagslífisins og þá áfanga sem hann vill sjá fyrir hverja endurskoðun og lánafyrirgreiðslu á meðan á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og sjóðsins stendur.Nefndinni hefur reynst erfitt á árinu að byggja upp ímynd sjálfstæðis innan þessa fyrirkomulags. Að margra mati hafa þessi tengsl valdið því að nefndin hefur verið á stundum nokkuð óstaðföst og ekki alveg sjálfri sér samkvæm í ákvörðunum sínum frá einum tíma til annars.Heilt á litið verður samt að segjast að nokkuð hafi áunnist í að ná markmiði peningastjórnunarinnar á árinu. Bæði hefur náðst að stuðla að stöðugu gengi krónunnar og draga úr verðbólgunni. Meðalið hefur hins vegar verið kostnaðarsamt og harkalegt þ.e. gjaldeyrishöft, háir vextir og inngrip á gjaldeyrismarkaði.Tilgangurinn helgar samt meðalið og við þær aðstæður sem hér eru verður það að teljast viss sigur að hafa náð fram þeim stöðugleika sem hér er kominn á gjaldeyrismarkaði. Þó að gengi krónunnar sé afar lágt er þessi stöðugleiki að skapa kærkomið andrými til að byggja innlent efnahagslíf upp eftir hrun bankanna og gjaldmiðilsins í fyrra.Verkefni peningastefnunefndarinnar á næsta ári verður að tryggja enn frekar þennan áfanga og draga samhliða úr höftunum og lækka vexti án þess að auka inngripin, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Samspil ákvarðana peningastefnunefndar Seðlabankans og skoðana Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á því hvað sé rétt að gera í peningamálum hefur verið umhugsunarefni á þessu fyrsta starfsári nefndarinnar.Þetta segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um fyrsta starfsár nefndarinnar. Þar segir að nefndarmenn segja sjálfir að þeir hlusti á orð sjóðsins sem ráðgefandi aðila.Hinsvegar virðast flestir telja að ítök sjóðsins í ákvörðunum nefndarinnar séu meiri en það vegna þess valds sem sjóðurinn hefur við uppbyggingu efnahagslífisins og þá áfanga sem hann vill sjá fyrir hverja endurskoðun og lánafyrirgreiðslu á meðan á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og sjóðsins stendur.Nefndinni hefur reynst erfitt á árinu að byggja upp ímynd sjálfstæðis innan þessa fyrirkomulags. Að margra mati hafa þessi tengsl valdið því að nefndin hefur verið á stundum nokkuð óstaðföst og ekki alveg sjálfri sér samkvæm í ákvörðunum sínum frá einum tíma til annars.Heilt á litið verður samt að segjast að nokkuð hafi áunnist í að ná markmiði peningastjórnunarinnar á árinu. Bæði hefur náðst að stuðla að stöðugu gengi krónunnar og draga úr verðbólgunni. Meðalið hefur hins vegar verið kostnaðarsamt og harkalegt þ.e. gjaldeyrishöft, háir vextir og inngrip á gjaldeyrismarkaði.Tilgangurinn helgar samt meðalið og við þær aðstæður sem hér eru verður það að teljast viss sigur að hafa náð fram þeim stöðugleika sem hér er kominn á gjaldeyrismarkaði. Þó að gengi krónunnar sé afar lágt er þessi stöðugleiki að skapa kærkomið andrými til að byggja innlent efnahagslíf upp eftir hrun bankanna og gjaldmiðilsins í fyrra.Verkefni peningastefnunefndarinnar á næsta ári verður að tryggja enn frekar þennan áfanga og draga samhliða úr höftunum og lækka vexti án þess að auka inngripin, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur