Viðskipti innlent

Fulltrúi Efnahagsbrotadeildarinnar á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúi frá Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) er staddur hér á landi. Um er að ræða þann sem stýrir teyminu sem rannsakar meint brot stjórnenda Kaupþings í Bretlandi. Hann kom í gær og hefur fundað með sérstökum saksóknara í dag en heldur aftur út síðar í dag.

Fram kemur í tilkynningu sem Efnahagsbrotadeildin sendi frá sér í fyrradag að rannsóknin beinist að gjörðum Kaupþings til að fá Breta til að leggja sparifé sitt inn á Edge-reikninga bankans í Bretlandi. Þá eigi rannsóknin að leiða í ljós hvort misvísandi eða falskar upplýsingar hafi komið frá bankanum til breskra fjárfesta.

Annar hluti rannsóknarinnar beinist að því hvort ákvarðanir hafi verið teknar sem leiddu til þess að umfangsmiklum verðmætum var skotið undan í bankanum vikurnar og dagana fyrir hrun hans.

Það þykir til marks um þann þunga sem Efnahagsbrotadeildin leggur á rannsókn málsins að fulltrúi hennar sé kominn hingað svo skömmu eftir að tilkynnt er um rannsóknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×