Innlent

Lögreglan á Akureyri rýmdi skemmtistað

Lögreglan á Akureyri stöðvaði skemmtanahald í einum skemmtistað bæjarins laust fyrir klukkan tvö í nótt, þar sem rúmlega hundrað manns voru innandyra. Staðurinn var rýmdur þar sem skemmtanahald má ekki standa lengur en til klukkan eitt á virkum dögum, samkvæmt lögreglusamþykkt bæjarins.

Gestirnir yfirgáfu staðinn möglunarlaust en nokkrir þeirra voru líka undir lögaldri, eða allt niður í 16 ára. Veitingamaðurinn á sekt yfir höfði sér fyrir að fara ekki að reglum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×